U. u. uncia og U. u. uncioides
Snjóhlébarði (Panthera uncia, áður þekktur sem Uncia uncia) er stórt kattardýr sem lifir í fjallgörðum Mið- og Suður-Asíu í 2500-6000 metra hæð. Snjóhlébarðinn er flokkaður sem tegund í útrýmingarhættu á lista IUCN og er stofninn um 4000-9000 dýr.
Þyngd snjóhlébarða er vanalega 27-55 kílógrömm en karldýr geta orðið 75 kílógrömm. Lengd er frá 75-150 cm. Feldurinn er þykkur og grá- eða gulleitur að lit. Blettir eru dökkir og stærri á fótum. Augu þeirra eru fölgræn eða grá sem er óvenjulegt meðal katta. Eyrun eru smágerð til að hindra hitatap en loppurnar breiðar til að dreifa þunganum betur í snjó. Skottið er langt, þykkt og sveigjanlegt til að hjálpa til við jafnvægi í halla og klettabeltum. Það er einnig notað sem fituforði hlébarðarnir nota það líka til að skýla andlitinu.
Snjóhlébarðar eru einfarar nema þegar læður eru með kettlinga og eru virkastir á nóttunni og í rökkri. Kettlingarnir fara úr bælinu þegar þeir eru 2-4 mánaða og fylgja móðurinni í 18-22 mánuði. Dýrin verða kynþroska við 2-3 ára aldur og eru með 15-18 ára lífslíkur.
Snjóhlébarðar geta ráðist á dýr sem eru fjórum sinnum stærri en þeir en leggja ekki í jakuxatarfa og árásir á menn stunda þeir ekki. Gras og hálm leggja þeir sér einnig til munns.
Snjóhlébörðum stafar ógn af manninum: Yfir helming þeirra snjóhlébarða sem týna lífinu drepa bændur vegna árása dýranna á búpening, um 20% lenda í gildrum sem ætlaðar eru öðrum dýrum og önnur 20% eru drepin vegna feldsins. Samkvæmt skýrslu sem gefin var út árið 2016 hefur snjóhlébarðastofninn minnkað um 20% á síðustu 16 árum.[1]
Í þáttunum Snow Leopard – Beyond the Myth (BBC) var fylgst með snjóhlébörðum um 18 mánaða skeið í Hindu Kush-fjöllum.
Land Stærð búsvæðisFyrirmynd greinarinnar var „Snow Leopard“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 20. feb. 2017.