dcsimg

Maurar ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Maurar (fræðiheiti: Formicidae) eru félagsskordýr sem tilheyra ættbálki æðvængja líkt og vespur og býflugur. Maurar byggja sér vel skipulögð sem stundum hýsa milljónir einstaklinga sem skiptast í stéttir með ákveðið sérhæft hlutverk innan búsins og þar sem flest dýrin eru ófrjó og aðeins eitt kvendýr (drottningin) sér um að fjölga einstaklingum. Hjá sumum tegundum, til dæmis Formica rufa, finnast þó fleiri en ein drottning í búinu, hér um bil tvö hundruð hjá Formica rufa.

Maurar finnast nánast alls staðar í heiminum á þurru landi. Einu staðirnir þar sem þeir hafa ekki náð fótfestu eru Suðurskautslandið, Grænland, Ísland og Hawaii. Áætlað hefur verið að allt að þriðjungur lífmassa allra landdýra séu maurar og termítar.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS