Kaffifífill eða sikoría (fræðiheiti: Cichorium intybus) er fjölær matjurt sem er ræktuð bæði vegna blaðanna, sem eru notuð í salöt, og rótarinnar, sem er ristuð og notuð sem kaffibætir. Til er fjöldi ræktunarafbrigða sem geta verið mjög ólík. Þau algengustu eru ýmis afbrigði radicchio og belgísk endíva (Witloof). Hrokkin endíva eða vetrarsalat (Cichorium endivia) er skyld en ólík tegund.
Kaffifífill eða sikoría (fræðiheiti: Cichorium intybus) er fjölær matjurt sem er ræktuð bæði vegna blaðanna, sem eru notuð í salöt, og rótarinnar, sem er ristuð og notuð sem kaffibætir. Til er fjöldi ræktunarafbrigða sem geta verið mjög ólík. Þau algengustu eru ýmis afbrigði radicchio og belgísk endíva (Witloof). Hrokkin endíva eða vetrarsalat (Cichorium endivia) er skyld en ólík tegund.