dcsimg

Varablómaætt ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Varablómaætt[1] (latína: Lamiaceae) er ætt blómplantna sem inniheldur að mestu jurtkenndar plöntur og runna.[2] Meðal tegunda sem tilheyra varablómaætt er fjöldi kryddjurta, til dæmis basilíka, mynta, óreganó, salvía, marjoram, sædögg, blóðberg og fleiri tegundir.

Einkenni

Helsta einkenni varablómaættar eru blómin sem mynda tvær varir, þar sem önnur vörin er yfirleitt stærri en hin og efri vörin slútir oft yfir þá neðri. Blómin vaxa í hring utan um stöngulinn. Hvert blóm getur myndað fjögur fræ sem rúlla út um blómbikarinn þegar þau eru þroskuð.[2]

Plöntur af varablómaætt hafa laufblöð í pörum upp eftir stönglinum þar sem hvert blaðpar er hornrétt á næsta blaðpar. Laufin eru einföld og ekki samsett, gjarnan hærð eða með kirtlum. Stöngullinn er oft ferstrendur.[2]

Ættkvíslir og tegundir á Íslandi

Varablómaætt inniheldur 326 ættkvíslir og um eða yfir 7000 tegundir. Á Íslandi finnst nokkur fjöldi innlendra plantna af varablómaætt auk slæðinga:

  1. Ajuga pyramidalis L.Lyngbúi
  2. Bartsia alpina L.Smjörgras
  3. Digitalis purpurea L.Fingurbjargarblóm
  4. Dracocephalum sibiricum (L.)Síberíudrekakollur
  5. Euphrasia calida YeoHveraaugnfró
  6. Euphrasia frigida Pugsl.Augnfró
  7. Euphrasia stricta D.Wolff ex J.F. Lehm.Kirtilaugnfró
  8. Galeopsis bifida Boenn.Skoruhjálmgras
  9. Galeopsis ladanum L.Engjahjálmgras
  10. Galeopsis speciosa MillerGullhjálmgras
  11. Galeopsis tetrahit L.Garðahjálmgras
  12. Lamium album L.Ljósatvítönn
  13. Lamium amplexicaule L.Varpatvítönn
  14. Lamium confertum FriesGarðatvítönn
  15. Lamium hybridum Vill.Flipatvítönn
  16. Lamium purpureum L.Akurtvítönn
  17. Limosella aquatica L.Efjugras
  18. Linaria repens (L.) MillerRandagin
  19. Linaria vulgaris MillerGullgin
  20. Melampyrum sylvaticum L.Krossjurt
  21. Mentha aquatica L.Vatnamynta
  22. Mentha arvensis L.Akurmynta
  23. Mentha longifolia (L.) Huds.Grámynt
  24. Mentha spicata L.Garðmynta
  25. Mentha x gracilis SoleEngjamynta
  26. Mimulus guttatus DCApablóm
  27. Pedicularis flammea L.Tröllastakkur
  28. Prunella vulgaris L.Blákolla
  29. Rhinanthus angustifolius C.C.Gmel.Meyjarsjóður
  30. Rhinanthus minor L.Lokasjóður
  31. Stachys macrantha (K.Koch) Hyl.Álfakollur
  32. Thymus praecox OpizBlóðberg
  33. Veronica agrestis L.Akurdepla
  34. Veronica alpina L.Fjalladepla
  35. Veronica anagallis-aquatica L.Laugadepla
  36. Veronica arvensis L.Reykjadepla
  37. Veronica chamaedrys L.Völudepla
  38. Veronica fruticans Jacq.Steindepla
  39. Veronica gentianoides VahlKósakkadepla
  40. Veronica hederifolia L.Bergfléttudepla
  41. Veronica longifolia L.Langdepla
  42. Veronica officinalis L.Hárdepla
  43. Veronica persica PoiretVarmadepla
  44. Veronica polita FriesGljádepla
  45. Veronica scutellata L.Skriðdepla
  46. Veronica serpyllifolia L.Lækjadepla

Tilvísanir

  1. Ágúst H. Bjarnason (2014). Plöntuættir. Sótt þann 21. júlí 2019.
  2. 2,0 2,1 2,2 The Seed Site (án árs). Lamiaceae - the mint family. Sótt þann 21. júlí 2019.
license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS

Varablómaætt: Brief Summary ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Varablómaætt (latína: Lamiaceae) er ætt blómplantna sem inniheldur að mestu jurtkenndar plöntur og runna. Meðal tegunda sem tilheyra varablómaætt er fjöldi kryddjurta, til dæmis basilíka, mynta, óreganó, salvía, marjoram, sædögg, blóðberg og fleiri tegundir.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS