Varablómaætt[1] (latína: Lamiaceae) er ætt blómplantna sem inniheldur að mestu jurtkenndar plöntur og runna.[2] Meðal tegunda sem tilheyra varablómaætt er fjöldi kryddjurta, til dæmis basilíka, mynta, óreganó, salvía, marjoram, sædögg, blóðberg og fleiri tegundir.
Helsta einkenni varablómaættar eru blómin sem mynda tvær varir, þar sem önnur vörin er yfirleitt stærri en hin og efri vörin slútir oft yfir þá neðri. Blómin vaxa í hring utan um stöngulinn. Hvert blóm getur myndað fjögur fræ sem rúlla út um blómbikarinn þegar þau eru þroskuð.[2]
Plöntur af varablómaætt hafa laufblöð í pörum upp eftir stönglinum þar sem hvert blaðpar er hornrétt á næsta blaðpar. Laufin eru einföld og ekki samsett, gjarnan hærð eða með kirtlum. Stöngullinn er oft ferstrendur.[2]
Varablómaætt inniheldur 326 ættkvíslir og um eða yfir 7000 tegundir. Á Íslandi finnst nokkur fjöldi innlendra plantna af varablómaætt auk slæðinga:
Varablómaætt (latína: Lamiaceae) er ætt blómplantna sem inniheldur að mestu jurtkenndar plöntur og runna. Meðal tegunda sem tilheyra varablómaætt er fjöldi kryddjurta, til dæmis basilíka, mynta, óreganó, salvía, marjoram, sædögg, blóðberg og fleiri tegundir.