Jarðarber (fræðiheiti: Fragaria) er undirflokkur lágvaxinna plantna af rósaætt og gefur af sér rauð aldin sem eru æt. Sú jarðarberjategund sem oftast er ræktuð er afbrigði sem kallast Fragaria × ananassa. Jarðarber eru víða ræktun í tempraða beltinu, en einnig víða við heimahús út um allan heim. Jarðarber eru ekki raunveruleg ber, þau eru svokölluð skinaldin.
Villijarðarber (Fragaria vesca) vaxa villt á Íslandi. Þau eru minni en þær jarðaberjategundir sem eru ræktaðar til sölu.
Það eru meir en 20 mismunandi jarðarberjategundir í heiminum.[1] Lykillinn að flokkun jarðarberjategunda er litningatala þeirra. Það eru sjö grunn gerðir af litningum sem þau hafa sameiginleg. Hinsvegar hafa þau mismunandi margfeldi af þeim; litningatölu (polyploidy). Sumar tegundir eru tvílitna, með tvö sett af sjö litningum (14 samanlagt) og svo framvegis.
Gróflega (með undantekningum) eru tegundir með fleiri litninga kröftugri og stærri og með stærri berjum.[2]
F. var. ‘Lipstick’, rauðblómstrandi, með ofanjarðarrenglum, smá kringlótt ber.
Jarðarber (fræðiheiti: Fragaria) er undirflokkur lágvaxinna plantna af rósaætt og gefur af sér rauð aldin sem eru æt. Sú jarðarberjategund sem oftast er ræktuð er afbrigði sem kallast Fragaria × ananassa. Jarðarber eru víða ræktun í tempraða beltinu, en einnig víða við heimahús út um allan heim. Jarðarber eru ekki raunveruleg ber, þau eru svokölluð skinaldin.
Villijarðarber (Fragaria vesca) vaxa villt á Íslandi. Þau eru minni en þær jarðaberjategundir sem eru ræktaðar til sölu.