Mentha aquatica (Vatnamynta; syn. Mentha hirsuta Huds.[2]) er fjölær blómstrandi jurt í Varablómaætt. Hún vex á rökum stöðum og vex í mestallri Evrópu, norðvestur Afríku og suðvestur Asíu.[2][3]
Vatnamynta er jurtkenndur, skriðull fjölæringur sem verður að 90 sm hár. Stönglarnir eru ferhyrndir í þversniði, grænir eða purpuralitir og ýmist hærð eða nær alveg hárlaus. Blöðin eru egg til egg-lensulaga, 2 til 6 sm löng og 1 til 4 sm breið, græn (stundum purpuralit), gagnstæð, tennt, og geta verið frá því aðvera nær hárlaus til að vera loðin. Blóm vatnamyntu eru smá, þétt saman, purpuralit til bleikr. Vatnamynta er frjóvguð af mörgum skordýrategundum, og er einmitt ekki sérhæfð í frjóvgun,[4] en breiðist einnig út með rótarskotum. Allir hlutar plöntunnar hafa greinilega myntulykt.[3][5][6] Afbrigðið Mentha aquatica var. litoralis er ættað frá svæðum í Svíþjóð og Finnlandi nálægt Eystrasalti. Það er ógreint, hárlaust, með mjórri blöð og ljósari blómI.[7]
Vatnamynta er upprunaleg í mestallri Evrópu, norður Afríku og vestur Asíu. Hún er innflutt í norður og suður Ameríku, Ástralíu og sumum Atlantshafseyjum.[7]
Á Íslandi hefur hún fundist á þremur stöðum og er að líkindum af þýskum uppruna.[8]
Mentha aquatica (Vatnamynta; syn. Mentha hirsuta Huds.) er fjölær blómstrandi jurt í Varablómaætt. Hún vex á rökum stöðum og vex í mestallri Evrópu, norðvestur Afríku og suðvestur Asíu.