Þvermunnar eru yfirættbálkur brjóskfiska sem telur meira en 500 tegundir í þrettán ættum. Þvermunnar eru misflattir út. Þeir eru náskyldir háfiskum og nýlegar DNA-rannsóknir hafa sýnt að blettaháfur er skyldari skötum en öðrum háfiskum. Ungir þvermunnar líkjast mjög ungum háfiskum.
Egg þvermunna frjóvgast inni í líkama móðurinnar og seiðin klekjast auk þess út þar og fæðast lifandi hjá öllum þvermunnum nema eiginlegum skötum. Skötur hrygna lengjum af flötum ferköntuðum eggjum sem tengjast saman með tveimur þráðum á hvorum enda og eru kölluð pétursskip.