Bjöllur (fræðiheiti Coleoptera) eru ættbálkur skordýra sem flest hafa harða skel. Bjöllur hafa tvö pör vængja. Aftara parið eru flugvængir. Fremra vængjaparið er ummyndaðir í harða skel sem kallast skjaldvængir. Þegar flugvængir eru ekki í notkun þá eru þeir brotnir saman og liggja undir skjaldvængjunum. Margar bjöllur hafa þróast þannig að þær hafa misst flugvængina. Bjöllur eru tegundaríkasti ættbálkur allra lífvera. Talið er að um 400.000 tegundir af bjöllum séu til. Bjöllur skiptast í fjóra undirættbálka; Adephaga, Archostemata, Myxophaga og Polyphaga.
Bjöllur (fræðiheiti Coleoptera) eru ættbálkur skordýra sem flest hafa harða skel. Bjöllur hafa tvö pör vængja. Aftara parið eru flugvængir. Fremra vængjaparið er ummyndaðir í harða skel sem kallast skjaldvængir. Þegar flugvængir eru ekki í notkun þá eru þeir brotnir saman og liggja undir skjaldvængjunum. Margar bjöllur hafa þróast þannig að þær hafa misst flugvængina. Bjöllur eru tegundaríkasti ættbálkur allra lífvera. Talið er að um 400.000 tegundir af bjöllum séu til. Bjöllur skiptast í fjóra undirættbálka; Adephaga, Archostemata, Myxophaga og Polyphaga.