dcsimg

Dýr ( islandais )

fourni par wikipedia IS

Dýr (fræðiheiti: Animalia) eru hópur lífvera sem myndar sérstakt ríki dýraríkið. Dýr eru ófrumbjarga fjölfrumungar, færir um hreyfingu og gerð úr frumum sem hafa ekki frumuveggi (dýrsfrumum). Til eru meira en milljón tegundir af dýrum í um 35 fylkingum. Vöxtur Dýra fer venjulega fram í öllum líkamshlutum og hættir venjulega við kynþroska. Dýr nærast á öðrum lífverum, til dæmis plöntum, öðrum dýrum eða dýraleifum.

Flestar þekktar fylkingar dýra komu fram á sjónarsviðið í Kambríumsprengingunni fyrir um 542 milljónum ára.

Einkenni

Það er ýmislegt sem aðgreinir dýr frá öðrum lífverum. Sem dæmi má taka að dýr eru heilkjörnungar og oftast fjölfrumungar sem meðal annars aðgreinir þau frá gerlum. Einnig melta þau mat innvortis og hafa ekki frumuveggi sem meðal annars aðgreinir þau frá plöntum.

Flest dýr hafa sérhæfð líffæri eins og taugakerfi , meltingarkerfi og vöðva.

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
licence
cc-by-sa-3.0
droit d’auteur
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visiter la source
site partenaire
wikipedia IS

Dýr: Brief Summary ( islandais )

fourni par wikipedia IS

Dýr (fræðiheiti: Animalia) eru hópur lífvera sem myndar sérstakt ríki dýraríkið. Dýr eru ófrumbjarga fjölfrumungar, færir um hreyfingu og gerð úr frumum sem hafa ekki frumuveggi (dýrsfrumum). Til eru meira en milljón tegundir af dýrum í um 35 fylkingum. Vöxtur Dýra fer venjulega fram í öllum líkamshlutum og hættir venjulega við kynþroska. Dýr nærast á öðrum lífverum, til dæmis plöntum, öðrum dýrum eða dýraleifum.

Flestar þekktar fylkingar dýra komu fram á sjónarsviðið í Kambríumsprengingunni fyrir um 542 milljónum ára.

licence
cc-by-sa-3.0
droit d’auteur
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visiter la source
site partenaire
wikipedia IS