dcsimg

Víðir (ættkvísl) ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Víðir (fræðiheiti Salix) er ættkvísl um 400 tegunda trjáa og runna af víðisætt. Þær vaxa aðallega í rökum jarðvegi á köldum og tempruðum svæðum á Norðurhveli.

Auðvelt er að fjölga flestum víðitegundum með græðlingum. Víðir er oft gróðursettur á árbökkum til að verja bakkana fyrir vatnsrofi. Oft eru rætur víðis miklu lengri en stofninn. Rætur víðis eru mjög umfangsmiklar og aðgangsharðar varðandi vatn og geta stíflað framræslu- og holræsakerfi.

Allar víðitegundir eru sérbýlistré, það þýðir að einstaklingarnir eru einkynja og koma annað hvort með karlkyns eða kvenkyns blóm. Blómin eru í reklum sem springa út á vorin, nokkru fyrir laufgun. Frjóvgun á sér fyrst og fremst stað með býflugum og humlum sem sækja í blómin. Karlreklarnir detta af strax eftir blómgun en kvenreklar þroskast áfram og mynda fræ. [1]

Víðir á Íslandi

Innlendar tegundir eru gulvíðir, loðvíðir, grasvíðir og fjallavíðir. Innfluttar víðitegundir sem notaðar hafa verið helst eru selja, alaskavíðir og viðja. Víðir er notaður í skjólbelti á Íslandi.

Valdar tegundir

Víðiættkvíslin samanstendur af um 400 tegundum[2] af lauffellandi runnum og trjám:

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS

Víðir (ættkvísl): Brief Summary ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Víðir (fræðiheiti Salix) er ættkvísl um 400 tegunda trjáa og runna af víðisætt. Þær vaxa aðallega í rökum jarðvegi á köldum og tempruðum svæðum á Norðurhveli.

Auðvelt er að fjölga flestum víðitegundum með græðlingum. Víðir er oft gróðursettur á árbökkum til að verja bakkana fyrir vatnsrofi. Oft eru rætur víðis miklu lengri en stofninn. Rætur víðis eru mjög umfangsmiklar og aðgangsharðar varðandi vatn og geta stíflað framræslu- og holræsakerfi.

Allar víðitegundir eru sérbýlistré, það þýðir að einstaklingarnir eru einkynja og koma annað hvort með karlkyns eða kvenkyns blóm. Blómin eru í reklum sem springa út á vorin, nokkru fyrir laufgun. Frjóvgun á sér fyrst og fremst stað með býflugum og humlum sem sækja í blómin. Karlreklarnir detta af strax eftir blómgun en kvenreklar þroskast áfram og mynda fræ.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS