dcsimg
Image of noble fir
Creatures » » Plants » » Gymnosperms » » Pines »

Noble Fir

Abies procera Rehd.

Eðalþinur ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Abies procera, Eðalþinur,[2] erlendis kallaður noble fir, red fir[2] og Christmastree,[2] er þinur ættaður úr vesturhluta Norður Ameríku, í Fossafjöll og Kyrrahafsstrandfjöllum lengst í norðvestur-Kalifornía og vestur-Oregon og Washington í Bandaríkin. Þetta er háfjallategund, kemur yfirleitt fyrir í 300 til 1500 metra hæð, einstöku sinnum upp í trjálínu.

Lýsing

Abies procera er stórt sígrænt tré, allt að 40 til 70 metra hátt og með stofnþvermál að 2 metrum, sjaldan 90 metra hátt og 2.7 í stofnþvermál,[3] með mjóa keilulaga krónu. Börkurinn á ungum trjám er sléttur og grár með kvoðublöðrum, og verður rauðbrúnn, hrjúfur og sprunginn á gömlum trjám. Barrið er nálarlaga, 1 til 3.5 sm langt, dökkblágrænt að ofan og að neðan með áberandi loftaugarákum, og með snubbóttum til sýlds enda. Það er í spíral eftir sprotanum, en undið lítillega (s-lögun) til að vera uppsveigt ofan við sprotann. Könglarnir eru uppréttir, 11 til 22 sm langir, með purpuralitað köngulhreistrið nær alveg falið á bak við langar, gulgrænar útstæðar hreisturblöðkurnar; verða brúnar við þroska og sundrast til að losa vængjuð fræin að hausti.

Abies procera er náskyldur Rauðþin (Abies magnifica), sem tekur við honum lengra suðaustur syðst í Oregon og Kaliforníu, eru þeir best greindir á því að barrið er með gróp eftir miðstrengnum ofan á; rauðþinur hefur þetta ekki. Rauðþinur hefur einnig tilhneigingu að vera með gisnara barr, með sprotann vel sýnilegan, þar sem sprotinn er að mestu falinn undir barrinu á eðalþini. Könglar rauðþins eru yfirleitt með styttri stoðblöðkur, nema hjá Abies magnifica var. shastensis; þetta afbrigði er talið af sumum grasafræðinigum vera blendingur milli tegundanna.

Nytjar

Eðalþinur er vinsælt jólatré. Viðurinn er notaður í byggingariðnaði og pappírsframleiðslu.

Tilvísanir

  1. Snið:IUCN2013.2
  2. 2,0 2,1 2,2 „USDA GRIN Taxonomy“.
  3. „Gymnosperm Database - Abies procera. Sótt 6. september 2013.

Viðbótarlesning

Ytri tenglar

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
 src= Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS

Eðalþinur: Brief Summary ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Abies procera, Eðalþinur, erlendis kallaður noble fir, red fir og Christmastree, er þinur ættaður úr vesturhluta Norður Ameríku, í Fossafjöll og Kyrrahafsstrandfjöllum lengst í norðvestur-Kalifornía og vestur-Oregon og Washington í Bandaríkin. Þetta er háfjallategund, kemur yfirleitt fyrir í 300 til 1500 metra hæð, einstöku sinnum upp í trjálínu.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS