Litunarskófir (fræðiheiti: Parmelia) er ættkvísl fléttna af litskófarætt. Þrjár tegundir litunarskófa finnast á Íslandi,[1] hraufuskóf, litunarskóf og snepaskóf.[2] Íslensku litunarskófirnar eiga það allar sameiginlegt að innihalda efnin atranórin, salazinsýru og consalazinsýru.[2]
Litunarskófir er hægt að nota til litunar. Þær gefa frá sér dökkbrúnan, rauðbrúnan eða gulbrúnan lit eftir því hvernig þær eru meðhöndlaðar við litunina.[3]
Litunarskófir (fræðiheiti: Parmelia) er ættkvísl fléttna af litskófarætt. Þrjár tegundir litunarskófa finnast á Íslandi, hraufuskóf, litunarskóf og snepaskóf. Íslensku litunarskófirnar eiga það allar sameiginlegt að innihalda efnin atranórin, salazinsýru og consalazinsýru.