dcsimg

Sumarflundra ( الآيسلندية )

المقدمة من wikipedia IS

Sumarflundra (fræðiheiti: Paralichthys dentatus) er flatfiskur af steinhverfuætt og ættbálki flatfiska. Hún finnst einungis Atlantshafsmegin við Norður-Ameríku, frá Norður-Karólínu til Massachusetts. Sumarflundran er náskyld sandkola, rauðsprettu, lúðu og grálúðu.

Lýsing

Sumarflundran er örvhent, hún liggur á botninum á hægri hlið sinni. Augu hennar standa vel út og eru á vinstri hliðinni. Kviðarhol flundrunnar er á vinstri brún hennar og hvílir við botninn.

Sumarflundran er með beittar tennur og stóran kjaft sem staðsettur er á vinstri hlið en vetrarflundran t.d. hefur minni munn staðsettan hægra megin, þ.e. rétthent. Tveir kviðlægu uggar sumarflundrunnar eru eins og hver þeirra er aðskilinn frá langa gotraufarugganum með töluverðu bili. Sumarflundran er ein grennsta flundran. Uggar hennar eru einnig minni en á sandhverfunni.

Lífshættir

Sumarflundran hrygnir snemma, hrygning hefst við tveggja ára aldur eða þegar sumarflundran er rúmlega 30 cm og gerist iðulega á haustin og á veturna þegar fiskurinn er langt frá ströndu. Hún finnst á 10–183 m dýpi, en er fljótsynd og fer oft miðsævis í fæðisleit. Fullorðins sumarflundrur húka á hrjúfum sandbotni.

Fæði sumarflundrunnar samanstendur af dýra- og plöntusvifi, smokkfisk, rækjum, kröbbum og ýmsu öðru smálegu sem á vegi þeirra verður.

Veiðar og afli

Sumarflundran er mikilvægur nytjafiskur. Um helmingur aflans er veiddur í atvinnuskyni, langmest í troll, þó er hún einnig veidd á línu. Restin eru sportveiðar á stöng.

 src=
Veiðar á Sumarflundru í Bandaríkjunum frá 1950-2014

Heildarafli á tímabilinu 1950–2015 var 463.033 tonn, þar af eru 461.120 tonn veidd af Bandaríkjamönnum. Einu veiðarnar í miðvestur-atlantshafi eru af Bandríkjunum og er heildarafli frá upphafi veiða þar árið 1998: 4.723 tonn. Mest er veitt af Bandaríkjunum á hinu svæðinu, norðvestur atlantshafi, eða 456.397 og rest af Úkraínu, Kúbu, Írlandi og Ítalíu. Meðalafli frá 1950-2015 er 7.016 tonn. Árið 1950 voru veidd í heildina 5.124 tonn, frá 1975 jókst heildarafli töluvert og náði hann hámarki árið 1979 í 14.234. Aflinn skrapp síðan aftur saman um 1990 í 4.045 tonn og hefur haldist nokkuð stöðugur undir 10.000 tonnum allar götur síðan.

Sumarflundran er árásargjörn þegar kemur að veiða sér til matar. Hún er veidd allt árið um kring en þó mest í janúar og febrúar. Sumarflundran hefur ekki þótt henta í fiskeldi frekar en flatfiskar almennt, utan Senegalflúrunnar.

Stærð

Meðalstærð sumarflundru er 1–2,2 kg að þyngd og 38–56 cm að lengd. Þær geta lifað í allt að 18 ár og orðið um 9 kg. Lengsta flundra sem mæld hefur verið mældist 10 kg og veiddist við New York árið 1975.

Lengd í sm Meðalþyngd í kg 40-43 sm 0,5 kg 43-46 sm 1 kg 51 sm 1,5 kg 56 sm 2 kg 68 sm 3,5 kg 76 sm 4,5 kg 94 sm 9 kg

Litur

Það er vel þekkt að flatfiskar eru dökkir á dökkum botni og ljósir á fölum botni. Sumarflundran er eflaust sá flatfiskur sem hefur hvað mesta litrófið og sú sem aðlagast litum botnsins sem hún liggur á hvað nákvæmast. Sumarflundran er hvít að neðan og blanda af brúnum, gráum og drapplituðum, líkt og flestir flatfiskar að ofan. Á henni eru 5-14 doppur sem einkenna hana mjög.

Sala og markaðir

Sumarflundran er vinsæll matur í Bandaríkjunum þó eru hægt vaxandi markaðir fyrir heilfrysta sumarflundru í Kína. Einnig er hún útflutt fersk til Japans til sasjímí gerðar.

Erfitt er að beinhreinsa fiskinn og finnast oft bein í flökum sem eiga að vera beinlaus. Fiskur sumarflundrunnar er hvítur, mjög þéttur og þykir bragðgóður og því er hún mjög dýr fiskur. Hún er í raun dýrasti flatfiskurinn á eftir lúðunni.

Heimildir

ترخيص
cc-by-sa-3.0
حقوق النشر
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
النص الأصلي
زيارة المصدر
موقع الشريك
wikipedia IS

Sumarflundra: Brief Summary ( الآيسلندية )

المقدمة من wikipedia IS

Sumarflundra (fræðiheiti: Paralichthys dentatus) er flatfiskur af steinhverfuætt og ættbálki flatfiska. Hún finnst einungis Atlantshafsmegin við Norður-Ameríku, frá Norður-Karólínu til Massachusetts. Sumarflundran er náskyld sandkola, rauðsprettu, lúðu og grálúðu.

ترخيص
cc-by-sa-3.0
حقوق النشر
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
النص الأصلي
زيارة المصدر
موقع الشريك
wikipedia IS