dcsimg

Maríuerla ( الآيسلندية )

المقدمة من wikipedia IS

Maríuerla er spörfugl af erluætt. Hún er farfugl sem kemur til Íslands yfir sumartímann og nýtur úrvals og magns af fæðu. Búsvæði hennar er opið svæði, oft nálægt vatni.

Útlit og einkenni

 src=
Ung maríuerla

Maríuerlan er lítill og kvikur spörfugl sem vegur að meðaltali 22 gr. Vænghaf hennar er um 25-30 cm og hún verður um 18 cm löng. Goggurinn er stuttur og grannur og hún hefur langt stél sem hún veifar í sífellu en þaðan kemur heitið á ætt hennar: Wagtail. Fullorðnar maríuerlur eru svartar á kollinum, í kverkinni og á efri hluta bringunnar. Enni hennar og vangar eru hvítir ásamt neðri hluta bringunnar og ytri stélfjöðrunum. Maríuerlan er síðan grá á bakinu og með dökkt stél, fætur, augu og gogg. Fuglinn hefur fjórar tær á báðum fótum, þrjár að framan og eina að aftan og hver tá hefur sína kló. Aðal munurinn á karlfugli og kvenfugli er sá að karldýrið er oft aðeins dekkri. Maríuerlur hafa mjög hlutfallslega stórt og sterkt bringubein sem gerir þeim kleift að blaka vængjunum og fljúga. Þetta á að vísu við um alla fleyga fugla. Maríuerlan er ekki hljóðlát en hún gefur frá sér fjörlegt og hvellt hljóð sem hún notar óspart.

Flug og varp

Maríerlan er farfugl en vetrarstöðvar hennar eru í V-Afríku og á sumrin verpir hún um mest alla Evrópu og Asíu. Á Íslandi er hún komin í fyrsta falli í Apríl og farin í seinasta lagi í september. Flug hennar er bylgjótt en utan varptíma fuglsins finnst hann oft í fjörum eða á opnu svæði, veifandi stélinu og kinkandi kolli. Maríuerlan verpir á hinum ýmsu stöðum en það er m.a. á sveitabæjum, í þéttbýli, klettum við sjó, við vötn og ár og víðar á láglendi. Hreiður hennar og egg eru líkt og hún sjálf, frekar smágerð en því er best lýst sem eins konar körfu of finnst það á hinum ýmsu stöðum. Í hreiðrunum eru oftast 5-6, 3 cm egg sem klekjast um 13 dögum eftir varp. Ungarnir eru ósjálfbjarga í um 2 vikur. Háannatími varpsins er í byrjun Júní og í endan Júní eru mestar líkur á að rekast á unguna. Maríuerlur einka sér svæði á varptíma og verja það á meðan ungarnir eru að vaxa og dafna.

 src=
Maríuerlu egg

Fæða og melting

Maríuerla er dýraæta og aðalfæða hennar eru fiðrildi, flugur, bjöllur og fleiri tvívængjur. Maríuerlan hleypur mjög hratt og veiðir þannig skordýr. Hún einnig veiðir fljúgandi skordýr og týnir upp dauð skordýr. Maríuerlan eins og flestir fuglar hafa hraða meltingu og engar tennur. Hún hefur tvo maga, annars vegar sarp þar sem fæðan er brotin niður með ensímum og hins vegar fóarn sem mylur harða fæðu með vöðvasamdráttum. Síðan fer það í smágirnin þar sem fæða og vökvi er tekin upp og þaðan í cloaca sem er sameiginlegt æxlunar- og þarfagangsopi.

Maríuerlan hefur 11 undirtegundir sem makast ekki út fyrir sína tegund. Hún er þjóðarfugl Lettlands.

Heimildir

ترخيص
cc-by-sa-3.0
حقوق النشر
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
النص الأصلي
زيارة المصدر
موقع الشريك
wikipedia IS

Maríuerla: Brief Summary ( الآيسلندية )

المقدمة من wikipedia IS

Maríuerla er spörfugl af erluætt. Hún er farfugl sem kemur til Íslands yfir sumartímann og nýtur úrvals og magns af fæðu. Búsvæði hennar er opið svæði, oft nálægt vatni.

ترخيص
cc-by-sa-3.0
حقوق النشر
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
النص الأصلي
زيارة المصدر
موقع الشريك
wikipedia IS