dcsimg

Hrossaþari ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Hrossaþari (fræðiheiti Laminaria digitata) er stórvaxinn brúnþörungur af ættinni Laminariaceae sem vex í Norður-Atlantshafi.

Hrossaþara vex í norðvestur Atlantshafi allt frá Grænlandi suður til Cape Cod og í norðaustur Atlantshafi frá norðurhluta Rússlands og við Ísland suður til Frakklands. Hrossaþari er algengur við strendur Bretlandseyja nema við austurströnd Englands.

Hrossaþari myndar stórar breiður á hafsbotni og getur verið ríkjandi þörungategund. Hann vex mjög hratt miðað við aðrar þörungategundir. Hann er viðkvæmur fyrir beit ígulkerja.

Hrossaþari hefur verið notaður til áburðar og til að bera á land. Á 18 öld var hrossaþari brenndur til að einangra úr honum pottösku sem var notuð við glergerð. Á 19. öld var unnið joð úr hrossaþara. Fyrr á tímum voru þurrkaðir stilkar hrossaþara notaðir til að framkalla fósturlát og að koma af stað fæðingarhríðum.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS