Maurljón (eða sandverpur) (fræðiheiti: Myrmeleontidae) er skordýr af ættbálki netvængna. Til eru um 600 tegundir maurljóna í hitabelti og heittempruðu beltunum. Lirfur ýmissa tegunda maurljóna grafa trektlaga holur í sand og dyljast á botni þeirra. Þær veiða smáskordýr sem nálgast holuna með því að ausa þau sandi svo þau missa fótfestuna og velta ofan í holuna.