dcsimg

Húskeppur ( 冰島語 )

由wikipedia IS提供

Húskeppur (fræðiheiti: Otiorhynchus sulcatus) er ranabjölltegund ættuð frá Evrópu, en algeng í Norður-Ameríku einnig. Hann er plága í görðum.

Lýsing

Fullorðin bjalla er matt svört með samvöxnum hlífðarvængjum og ófleyg. Hann nærist að nóttu á blaðjöðrum,, og verða hök í blaðjöðrum. Breiðblaða sígrænar plöntur eru sérstaklega hætt við skemmdum.[1]

Kvenbjöllur hafa þann eiginleika að geta fengið afkvæmi án frjóvgunar[2] en engin karldýr hafa fundist.[3] Lirfurnar verða 1 sm á lengd, með lítið eitt sveigðan fótalausan búk, rjómagulur, með fölbrúnum haus. Þær eru neðanjarðar þar sem þær naga rætur og innri börk neðst á stofni. Þær valda mestum skaða á jurtkenndum plöntum, sérstaklega í pottum, þar sem rótarvöxtur er takmarkaður. Hérlendis eru þær nær eingöngu innanhúss.[4]


Varnir

Lífrænar varnir

 src=
Lirfur

Lirfunum er hægt að halda niðri með því að nota sníkjuþráðorma, til dæmis Steinernema kraussei og Heterorhabditis bacteriophora, sem fást sumsstaðar keyptir hjá sérhæfðum verslunum.[5] Þeim er einfanldlega blandað í vatn og vökvað í moldina.

Bjöllunum er hægt að ná með klístri á stofnum plantnanna, þar sem þær fara aftur niður á jörð á hverjum morgni.

Það er einnig hægt að tína fullorðin dýr af plöntunum á nóttunni þar sem þær eru að narta á blaðjöðrunum. Notið bara veikt ljós þar sem bjöllurnar láta sig detta við bjart ljós.

Einnig er notaður sveppurinn Beauveria bassiana, til að smita fullorðnar bjöllur.

Sjá einnig

Tilvísanir

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
 src= Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
許可
cc-by-sa-3.0
版權
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
原始內容
參訪來源
合作夥伴網站
wikipedia IS

Húskeppur: Brief Summary ( 冰島語 )

由wikipedia IS提供

Húskeppur (fræðiheiti: Otiorhynchus sulcatus) er ranabjölltegund ættuð frá Evrópu, en algeng í Norður-Ameríku einnig. Hann er plága í görðum.

許可
cc-by-sa-3.0
版權
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
原始內容
參訪來源
合作夥伴網站
wikipedia IS