dcsimg

Grænaskur ( Islandês )

fornecido por wikipedia IS

Grænaskur (fræðiheiti: Fraxinus mandshurica) er tegund af eskiættkvísl ættuð úr norðvestur Asíu; norður Kína (Gansu, Hebei, Heilongjiang, Henan, Hubei, Jilin, Liaoning, Shaanxi, Shanxi), Kórea, Japan og suðaustur Rússland (Sakhalineyja).[1]

Þetta er meðalstórt til stórt lauffellandi tré, að 30 m hátt, með stofn sem verður að 50 sm í þvermál. Blöðin eru 25 til 40 sm löng, fjaðurskift, með 7 til 13 smáblöð, smáblöðin 5 til 20 sm löng og 2 til 5 sm breið, stilklaus og með tenningu á jaðrinum. Þau verða gullgul snemma á haustin og er tegundin yfirleitt nokkuð snemma með haustlit. Blómin koma að vori, rétt á undan blöðunum, í gisinni blómskipan, þau eru óáberandi og án krónublaða, og vindfrjóvguð. Fræin eru 1–2 sm löng með væng.[1]

Hann er náskyldur Svartaski (Fraxinus nigra) frá austur Norður Ameríku, og hefur stundum verið talinn undirtegund eða afbrigði af honum af sumum höfundum; F. nigra subsp. mandschurica (Rupr.) S.S.Sun, eða F. nigra var. mandschurica (Rupr.) Lingelsheim.[1]

Stafsetningin á tegundarheitinu er einnig umdeild; sumir (til dæmis Flora of China[1]) skrifa mandschurica, meðan aðrir (t.d. USDA GRIN[2]) skrifa mandshurica. Upprunalega skráningin 1857 (rússnesk) var ekki með "c." [3]

Vistfræði

Hann þolir margskonar jarðveg, þar á meðal blautan mýrajarðveg og í árdölum, og hefur engar sérstakar kröfur um sýrustig, vex þó illa í mjög súrum jarðvegiH.[4] Hann þarfnast fullrar sólar til að þroskast vel, og að minnsta kosti 50 sm úrkomu á ári. Hann þarf meginlandslagsloftslag með skýrt afmörkuðum árstíðum; kaldir vetur, heit sumur og engin síðvorsfrost.[5]

Fræin eru étin af fjölda fuglategunda.

Nytjar

Þessi tegund er stundum ræktuð sem skrauttré í hlutum Kanada og Bandaríkjunum. Þar er hann notaður í skjólbelti fyrir bóndabæi. Hann þolir líka mjög vel mengun í bæjum og borgum. Hann er einnig gott landslagstré á rökum svæðum, sérstaklega meðfram vegum og síkjum þar sem nægur raki er til staðar. Krónan verður meir egglaga er hann eldist.

Hann þolir illa hafrænt loftslag í ræktun, laufgast of snemma og skaddast af seinum vorfrostum.[5]

Það er verið að rannsaka möguleika á því að fá erfðaþátt úr honum til varnar Agrilus planipennis, asískri skordýrategund sem er upprunalega með áþekka útbreiðslu og grænaskur, en hún hefur orðið mikil plága í Norður Ameríku.[6] Hinsvegar eru einnig umtalsverð afföll af grænaski af hennar völdum í Kna.[7]

Blendingar við svartask hafa verið ræktaðir.[6]

Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 Wei Zhi; Peter S. Green. Fraxinus mandshurica. Flora of China. Missouri Botanical Garden, St. Louis, MO & Harvard University Herbaria, Cambridge, MA. Sótt 27. maí 2012.
  2. "Fraxinus mandshurica". Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA).
  3. Ruprecht, Franz Josef. 1857. Bulletin de la Classe Physico-Mathématique de l'Académie Impériale des Sciences de Saint-Pétersbourg 15: 371.
  4. Alberta Government agriculture & food: Fraxinus
  5. 5,0 5,1 Bean, W. J. (1978). Trees and Shrubs Hardy in the British Isles 8th ed., vol. 2. John Murray ISBN 0-7195-2256-0 .
  6. 6,0 6,1 Ohio State University: Ash Alert
  7. European and Mediterranean Plant Protection Organization Data sheets on quarantine pests: Agrilus planipennis (pdf file) (currently unavailable; google cache)


Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
 src= Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
licença
cc-by-sa-3.0
direitos autorais
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visite a fonte
site do parceiro
wikipedia IS

Grænaskur: Brief Summary ( Islandês )

fornecido por wikipedia IS

Grænaskur (fræðiheiti: Fraxinus mandshurica) er tegund af eskiættkvísl ættuð úr norðvestur Asíu; norður Kína (Gansu, Hebei, Heilongjiang, Henan, Hubei, Jilin, Liaoning, Shaanxi, Shanxi), Kórea, Japan og suðaustur Rússland (Sakhalineyja).

Þetta er meðalstórt til stórt lauffellandi tré, að 30 m hátt, með stofn sem verður að 50 sm í þvermál. Blöðin eru 25 til 40 sm löng, fjaðurskift, með 7 til 13 smáblöð, smáblöðin 5 til 20 sm löng og 2 til 5 sm breið, stilklaus og með tenningu á jaðrinum. Þau verða gullgul snemma á haustin og er tegundin yfirleitt nokkuð snemma með haustlit. Blómin koma að vori, rétt á undan blöðunum, í gisinni blómskipan, þau eru óáberandi og án krónublaða, og vindfrjóvguð. Fræin eru 1–2 sm löng með væng.

Hann er náskyldur Svartaski (Fraxinus nigra) frá austur Norður Ameríku, og hefur stundum verið talinn undirtegund eða afbrigði af honum af sumum höfundum; F. nigra subsp. mandschurica (Rupr.) S.S.Sun, eða F. nigra var. mandschurica (Rupr.) Lingelsheim.

Stafsetningin á tegundarheitinu er einnig umdeild; sumir (til dæmis Flora of China) skrifa mandschurica, meðan aðrir (t.d. USDA GRIN) skrifa mandshurica. Upprunalega skráningin 1857 (rússnesk) var ekki með "c."

licença
cc-by-sa-3.0
direitos autorais
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visite a fonte
site do parceiro
wikipedia IS