Hvíteik (fræðiheiti: Quercus alba) er eikartegund sem er ættuð frá Norður Ameríku; frá Minnesota, Ontario, Quebec, og suður Maine, allt suður til norður Flórída og austur Texas.[2] Þetta er langlíf tegund og einstaka tré hafa náð yfir 450 ára aldri.[3] Nafnið hvíteik kemur ekki vegna barkarins sem er vanalega ljósgrár, heldur vegna viðarins.[4]
Hvíteik verður yfirleitt um 20 til 30 m hátt fullvaxin, en hærri til fjalla verður hún aðeins lítill runni.
Hvíteik (fræðiheiti: Quercus alba) er eikartegund sem er ættuð frá Norður Ameríku; frá Minnesota, Ontario, Quebec, og suður Maine, allt suður til norður Flórída og austur Texas. Þetta er langlíf tegund og einstaka tré hafa náð yfir 450 ára aldri. Nafnið hvíteik kemur ekki vegna barkarins sem er vanalega ljósgrár, heldur vegna viðarins.
Hvíteik verður yfirleitt um 20 til 30 m hátt fullvaxin, en hærri til fjalla verður hún aðeins lítill runni.