Granar (fræðiheiti: Siluriformes) eru fjölbreyttur ættbálkur fiska sem einkennast af stórum skeggþráðum eða þreifiþráðum á höfði þeirra. Flestir granar eru ferskvatnsfiskar en tegundir úr ættinni Plotosidae og ætt sjógrana finnast í sjó. Granar eru ekki með hreistur. Um tvö þúsund tegundir grana eru þekktar í 37 ættum.