Ameríkuyllir (fræðiheiti: Sambucus canadensis) er tegund af ylli sem er útbreiddur um stór svæði Norður-Ameríku austur af Klettafjöllum, og suður um austur Mexíkó og Mið-Ameríku til Panama. Hann vex við fjölbreyttar aðstæður, þó helst þar sem er sólríkt.
Þetta er lauffellandi runni sem verður að 3 m hár. Blöðin eru gagnstæð, fjöðruð með 5 til 9 smáblöð, smáblöðin eru 10 sm löng og 5 sm breið. Hann blómstrar á sumrin í stórum klösum (20 til 30 sm í þvermál) af hvítum blómum.
Berin eru dökkfjólublá til svört, 3 -5 mm í þvermál, í drúpandi klösum að hausti. Berin og blómin eru æt, en aðrir hlutar plöntunnar eru eitraðir, með kalsíum oxalat kristalla.
Hann er náskyldur Svartylli (Sambucus nigra), og sumir höfundar telja þá sem sömu tegundina,[1] þá undir nafninu Sambucus nigra subsp. canadensis.
Ameríkuyllir (fræðiheiti: Sambucus canadensis) er tegund af ylli sem er útbreiddur um stór svæði Norður-Ameríku austur af Klettafjöllum, og suður um austur Mexíkó og Mið-Ameríku til Panama. Hann vex við fjölbreyttar aðstæður, þó helst þar sem er sólríkt.