Ástralskur pelikani er stór vatnsfugl í Pelikanaætt sem er víða að finna á vatnssvæðum á Ástralíu og Nyju-Gíneu, og líka í Fídjieyjum og hlutum Indónesíu. Þeir eru hvítir með svarta vængi og bleikan gogg, sem er sá lengsti allra lifandi fuglategunda. Þeir eru um 1,6 – 1,8 m að hæð og vega allt að 7 kg, en vængjahaf þeirra getur náið allt að 3,4 m.
Ástralskir pelikanar hafa mjög létta beinabyggingu sem er aðeins 10 prósent af líkamsþyngd. Þeir éta aðallega fiska, en stundum líka aðra fugla. Afkvæmið heyrir í foreldrum sínum þegar þeir eru ennþá í egginu, það er til þess að þeir beri kennsl á réttu foreldrana þegar þeir klekjast út. Oftast lifa þeir um 25 ár. Hljóðin af þeim eru djúpar drynjur.
Búsvæði hans eru víða á fersku vatni, árósum, við sjóinn ásamt vötnum, mýrum, ám og við strendur. Pelikanar eru mjög hreyfilegar og eru þeir sífellt leitandi að hentugum svæðum þar sem hæfileg fæða er til staðar. Augljóslega er hægt að finna Ástralskan pelikana í Ástralíu einnig í Tasmaníu. Hann á það til að fljúga norður til Indónesíu um veturinn ásamt Nýju-Gíneu.
Það eru til sjö tegundir af pelikunum í heiminum sem hafa svipaða lögun og útlit fyrir utan einn sem er hvítur á lit. Karldýrið er stærra en kvendýrið. Helsta útlitseinkenni hans er langi goggurinn og hálspokinn. Goggurinn er 40-50 cm langur og er stærri á körlum en konum. Pelikanar hafa stóra vængi og vænghaf sem eru 2,3m – 2,5 m.
Goggurinn og pokinn spila stórt hlutverk. Goggurinn er viðkvæmur og það hjálpar honum að leita finna fisk í dimmum vötnum. Goggurinn hefur líka gkók í enda efri kjálks líklega til þess að krækja í fæðu. Þegar hann hefur krækt sér í fæðu þá hristir hann hana til þangað til að hausinn á bráðinni snýr niður í átt að hálsinum. Það er þá sem að hann gleypir bráðina. Goggurinn er mjög viðkvæmur. Lægri kjálkinn er samansettur af tveimur þunnum beinum en á þeim beinum hangir pokinn. Þegar er teygt á kjálkanum þá getur hann haldið allt að þrettán lítrum. Ástrálski pelikaninn getur aflað fæðu einsamall en oftast er það gert í hópum allt að 1900 pelikanar í einum hóp. Þeir reka fiskana að grunnum vötnum þar sem þeir umkringja bráðina áður en þeir ráðast til atlögu. Yngri pelikanar verða að teygja sig niður í kokið á foreldra til þess að ná sér í fæðu.
Fiskar, rækjur, skjaldbökur, halakörtur, froskar og krabbadýr. Í sjaldgæfum tilfellum eiga þeir til að borða máva.
Ástralskur pelikani er stór vatnsfugl í Pelikanaætt sem er víða að finna á vatnssvæðum á Ástralíu og Nyju-Gíneu, og líka í Fídjieyjum og hlutum Indónesíu. Þeir eru hvítir með svarta vængi og bleikan gogg, sem er sá lengsti allra lifandi fuglategunda. Þeir eru um 1,6 – 1,8 m að hæð og vega allt að 7 kg, en vængjahaf þeirra getur náið allt að 3,4 m.
Ástralskir pelikanar hafa mjög létta beinabyggingu sem er aðeins 10 prósent af líkamsþyngd. Þeir éta aðallega fiska, en stundum líka aðra fugla. Afkvæmið heyrir í foreldrum sínum þegar þeir eru ennþá í egginu, það er til þess að þeir beri kennsl á réttu foreldrana þegar þeir klekjast út. Oftast lifa þeir um 25 ár. Hljóðin af þeim eru djúpar drynjur.