Munablómsætt[1] (latína: Boraginaceae) eða munablómaætt[1] er ætt blómplantna. Ættin inniheldur að mestu jurtkenndar tegundir sem lifa í Evrópu og Asíu, sérstaklega umhverfis Miðjarðarhafið.[2]
Laufin, stönglar og blómskipan eru yfirleitt loðin. Laufin eru stakstæð, heilrend og án axlarblaða.[2]
Blómin myndast saman í blómskipan þar sem neðstu blómin opnast fyrst. Bikarblöð eru fimm, ýmist laus eða samvaxin að hluta, og fimm krónublöð. Blómin eru yfirleitt tvíkynja eða stundum kvenkyns. Fræflar eru fimm og eru að hluta samvaxnir krónublöðunum. Blómin eru yfirstæð. Aldinið er ýmist fjórar hnotur eða eitt steinaldin. Algengasti blómlitur er blár en bleik, fjólublá, hvít og gul blóm þekkjast innan ættarinnar.[2]
Munablómsætt (latína: Boraginaceae) eða munablómaætt er ætt blómplantna. Ættin inniheldur að mestu jurtkenndar tegundir sem lifa í Evrópu og Asíu, sérstaklega umhverfis Miðjarðarhafið.