Hjálmlaukur (fræðiheiti: Allium ×proliferum) er svipaður venjulegum matlauk en í stað blóma vaxa litlir æxlilaukar efst á stilknum. Erfðarannsóknir hafa sýnt fram á að hjálmlaukur er blendingur matlauks (A. cepa) og pípulauks (A. fistulosum).[1] Hægt er að borða bæði sjálfan laukinn, blöðin og æxlilaukana. Laukurinn er oftast frá 0,5 til 3 sentimetrar að stærð.
Á enski kallast hjálmlaukurinn einnig gangandi laukur, vegna þess að stilkarnir svigna oft undan þunga lauksinns og síga þá niður á jörð og festa þar rætur, á þann hátt dreifir hann sér oft. Einnig hefur hann verið nefndur egypski laukurinn, og ein saga þess nafns segir að hann hafi verið fluttur til Evrópu af Rómafólki.[2]
Það að mynda lauka í stað blóma efst á stilkum, má sjá hjá fleiri tegundum lauka eins og hvítlauk (A. sativum).
Hjálmlaukur (fræðiheiti: Allium ×proliferum) er svipaður venjulegum matlauk en í stað blóma vaxa litlir æxlilaukar efst á stilknum. Erfðarannsóknir hafa sýnt fram á að hjálmlaukur er blendingur matlauks (A. cepa) og pípulauks (A. fistulosum). Hægt er að borða bæði sjálfan laukinn, blöðin og æxlilaukana. Laukurinn er oftast frá 0,5 til 3 sentimetrar að stærð.
Á enski kallast hjálmlaukurinn einnig gangandi laukur, vegna þess að stilkarnir svigna oft undan þunga lauksinns og síga þá niður á jörð og festa þar rætur, á þann hátt dreifir hann sér oft. Einnig hefur hann verið nefndur egypski laukurinn, og ein saga þess nafns segir að hann hafi verið fluttur til Evrópu af Rómafólki.
Það að mynda lauka í stað blóma efst á stilkum, má sjá hjá fleiri tegundum lauka eins og hvítlauk (A. sativum).