dcsimg

Pokabjörn ( الآيسلندية )

المقدمة من wikipedia IS

Pokabjörn (eða kóalabjörn) (fræðiheiti: Phascolarctos cinereus) er spendýr af pokadýraflokki sem á heimkynni sín í Ástralíu. Þeir eru eina tegundin af pokabjarnarætt (fræðiheiti: Phascolarctidae). Pokabirnir eru jurtaætur sem nærast nær eingöngu á laufum tröllatrjáa.

Nafn tegundarinnar er rangnefni þar sem pokabirnir eru ekki af bjarnaætt heldur af pokabjarnaætt, né heldur eru þeir af ættbálki rándýra eins og birnirnir heldur af ættbálki pokagrasbíta.

Heimkynni

Kóalabirnir (Phascolarctos cinereus) eru pokadýr sem lifa villtir í Ástralíu. Þeir finnast í skógum við austurströnd Ástralíu. Þeir eru stærstu trjá klifrandi spendýr sem finnast í Ástralíu.

Leefgebied koala.JPG


Búkur

Kóalabirnirnir eru með fallegan fölgráan eða brúnleitan feld, oftast eru þeir hvítgulir að framan. Kóalabirnir eru að meðaltali 70-90 cm á lengd og eru allt frá 7 til 14 kg á þyngd. Karldýrin eru yfirleitt stærri en kvendýrin. Kóalaungar eru blindir, hárlausir og vega um 1 gramm við got.

Fæða

Kóalabirnir eru jurtaætur og hafa sérhæft sig í fæðuvali, þeir éta lauf af trjám í ættkvíslinni Eucalyptus. En það að þeir geta borðað þessi lauf er ein ástæðan fyrir árangri þeirra í Áströlsku skógunum.

Líf

Kóalabirnir eyða langmestum hluta ævi sinnar uppi í trjám sérstaklega vegna þess að þeir eru mjög berskjaldaðir fyrir árásum rándýra á jörðunni. Þeir sofa í allt að 16 klukkustundir á sólahring. Þeir hreyfa sig hægt og rólega.

Æxlun

kvendýrin verða kynþroska 3-4 árum eftir fæðingu. Æxlun þeirra fer fram á tímabilinu mars-september. Meðgöngutími kvendýrsins er um 35 dagar. Kvendýrið gýtur bara einum unga og eru tvíburar mjög sjaldgæfir. Ungar eru mjög vanþroska þegar þeir koma í heiminn, líkt og hjá öðrum pokadýrategundum, og er í poka móður sinnar í allt að 6 mánuði, Þar sem hann skríður um og kemur sér fyrir til að sjúga spena móðurinnar. Eftir þann tíma hættir unginn að lifa á móðurmjólkinni og borðar þess í stað blöndu af laufblöðum og móðurmjólkinni. Blandan inniheldur ýmsar örverur sem fynnast í fullorðnum dýrum, þær eru nauðsynlegar.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


 src= Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Heimildaskrá

https://books.google.is/books?id=uAic9hHaB1IC&printsec=frontcover&redir_esc=y#v=onepage&q&f=false http://www.visindavefur.is/svar.php?id=3157

ترخيص
cc-by-sa-3.0
حقوق النشر
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
النص الأصلي
زيارة المصدر
موقع الشريك
wikipedia IS

Pokabjörn: Brief Summary ( الآيسلندية )

المقدمة من wikipedia IS

Pokabjörn (eða kóalabjörn) (fræðiheiti: Phascolarctos cinereus) er spendýr af pokadýraflokki sem á heimkynni sín í Ástralíu. Þeir eru eina tegundin af pokabjarnarætt (fræðiheiti: Phascolarctidae). Pokabirnir eru jurtaætur sem nærast nær eingöngu á laufum tröllatrjáa.

Nafn tegundarinnar er rangnefni þar sem pokabirnir eru ekki af bjarnaætt heldur af pokabjarnaætt, né heldur eru þeir af ættbálki rándýra eins og birnirnir heldur af ættbálki pokagrasbíta.

ترخيص
cc-by-sa-3.0
حقوق النشر
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
النص الأصلي
زيارة المصدر
موقع الشريك
wikipedia IS