dcsimg

Gráelri ( الآيسلندية )

المقدمة من wikipedia IS

Gráelri (Alnus incana) er meðalstórt tré af birkiætt. Það verður 15-20 metra hæst og vaxtalag er frá margstofna tré eða runna til einstofna trés með keilulaga krónu. Tréð hefur svepprót eins og önnur elri.

Undirtegundir

Undirtegundir eru 4-6 talsins. Sumir líta á einstakar undirtegundir sem sér tegund.

  • Alnus incana subsp. incana: Gráelri. — Norður-Evrópa, í fjöllum mið- og suður-Evrópu og norðaustur-Asíu.
  • Alnus incana subsp. hirsuta: Hæruölur - Í fjöllum mið- og norðaustur Asíu.
  • Alnus incana subsp. kolaensis — Norðaustur-Evrópa.
  • Alnus incana subsp. oblongifolia - Suðvestur-Bandaríkin og norður-Mexíkó.
  • Alnus incana subsp. rugosa: Vætuölur - Kanada og norðausturhluti Bandaríkjanna.
  • Alnus incana subsp. tenuifolia: Blæelri - Vesturhluti Norður-Ameríku.

Á Íslandi

Gráelri verður allt að 15 metrar á Íslandi. Það blómstrar reklum snemma vors og blóm skemmast oft í vorfrostum sem dregur úr frætekju. Þrátt fyrir það er kal á sprotum sjaldgæft. Norsk og finnsk kvæmi eru vel aðlöguð íslenskum aðstæðum. Blæelri hefur einnig verið reynt á Íslandi. Reynsla er lítil en blæelri er hraðvaxnara en evrópska systurtegund sín. [2]

Tilvísanir

  1. Flora of North America. 2009
  2. Elri Skógrækt ríkisins. Skoðað 3.október, 2016.
Wikilífverur eru með efni sem tengist
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 src= Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
ترخيص
cc-by-sa-3.0
حقوق النشر
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
النص الأصلي
زيارة المصدر
موقع الشريك
wikipedia IS

Gráelri: Brief Summary ( الآيسلندية )

المقدمة من wikipedia IS

Gráelri (Alnus incana) er meðalstórt tré af birkiætt. Það verður 15-20 metra hæst og vaxtalag er frá margstofna tré eða runna til einstofna trés með keilulaga krónu. Tréð hefur svepprót eins og önnur elri.

ترخيص
cc-by-sa-3.0
حقوق النشر
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
النص الأصلي
زيارة المصدر
موقع الشريك
wikipedia IS