Melgresi (melgras, melur eða sandhafrar) (fræðiheiti: Leymus arenarius) er sérlega stórgert og hávaxið gras, allt að 90 sentímetra á hæð. Það er fyrst og fremst þekkt fyrir að geta vaxið í þurrum fjörusandi og sandorpnum hraunum og bundið þar foksand. Melgresi er því mikið notað við uppgræðslu. Ax melgresis er 12 til 20 sentimetra langt. Smáöxin hafa þrjú blóm. Stundum er fjórða blómið en það er þá gelt.
Þúfa vaxin melgresi nefnist melakollur, melhnubbur eða melborg (melborg er þó oftast notað um hól vaxinn melgresi).
Melgresi vex villt á ströndum norður og vestur Evrópu. Náskyld tegund; Dúnmelur (Leymus mollis, áður nefnd Elymus arenarius ssp. mollis)er villt á nyrðri ströndum N-Ameríku. Þó melgresi vaxi á Íslandi einnig til landsins vex það víða annars staðar nær eingöngu sem strandplanta.
Melkorn (eða melbygg) nefndist korn af melgresinu og var á Austurlandi (í Skaftafellssýslum) nýtt til brauðgerðar. Tisma eða tismi nefndist brauðdeigið sem var gert úr melkorni. Melgresið var þá skorið og hrist (talað var um að skaka mel) og korn þess þurrkuð í sofnhúsum. Sofnhús gat verið klefi eða grjóthlaðinn kofi. Sigðagjöld var mjölgrautur úr melkorni, en hann var gefinn hjúum fyrir melskurð.
Nokkuð hefur verið reynt að kynblanda melgresi og hveiti til að; auka fræþéttni melgresis, til að mynda blendingstegund "melhveiti" og/eða fá æskilega eiginleika melgresis í hveiti.[1][2] Sambærilegt hefur verið reynt með dúnmel.
Í Norðurhluta Kanada er melgresi notað af Inúítum í körfugerð. Sanikiluaq, Nunavut er sérstaklega þekkt fyrir melgresis körfur sínar – hefð sem dó út fyrir tuttugu árum, en hefur gengið í endurnýjun lífdaga.[3][4] Á Grænlandi er hefð fyrir því að nota hálminn sem innlegg í hefðbundin grænlensk stígvél ("kamik").
í Evrópu hafa stönglarnir verið notaðir til reftunar húsþaka og til grófs vefnaðar. Fræin hafa verið nýtt til matar fyrr á tímum. Svo snemma sem í byrjun 18du aldar hefur melgresi verið notað til að binda sand á sjávarströndum.[5]
Leymus arenarius getur aukið vöxt mikið, bæði í hæð og í rótarvexti við aukningu á nitri. Það þekkist að melgresi safni nitri í rótarkerfið. Þetta hjálpar melgresi í samkeppni við annann gróður. Nitur eykur fræmyndun, jafnvel um 70% í íslensku melgresi. Fræþéttnin eykst við aukningu á nitri, samanborið við fosfór og kalí sem gefa bara smávægilega aukningu bæði í fræmagni og þéttleika. Blaðastærð og þéttleiki aukast einnig við aukin næringarefni. Blaðmassi minnkaði um 20% við að fjarlægja nitur, fosfór og kalí. Nitur er hagkvæmt efni til að auka magn og virkni melgresis.[6] Við eldgos eykur melgresi stærð sandalda.[7]
Melgresi myndar svepprót. Svepprótin eykur upptöku næringarefna úr jarðveginum með því að auka mikið við rótarkerfið sem aftur eykur bindingu jarðvegs. Fleiri plöntur koma upp af fræi ef sveppurinn (sem er sambýlingur við melgresi) er til staðar.[8]
Melgresi aðlagast vel söltum jarðvegi. Þegar borið er saman saltþol íslensks melgresis og innlands-melgresis, sýnir íslenskt melgresi meira saltþol. Saltþolið virðist erfast. Fræ Íslensks melgresis spírar betur við meiri seltu en innlands-melgresið. Í Finnlandi ber á sama saltþolinu meðfram vegum sem salt er borið á á vetrum. Gildi pH við vegi svipar til pH gildis við sjávarstrendur.[9]
Melgresi hefur mikið þol/ónæmi fyrir sýkingum. Allt í allt eru 160 afrit fyrir örveruhemjandi peptíð í smáplöntum. Það eru 30 afrit af kóðun fyrir einstök örveruhemjandi peptíð. Þau eru ekki til staðar í öðrum plöntutegundum, og bæta við ónæmiskerfi plöntunnar sjálfrar. Gera hana þannig ónæmari fyrir sýkingum en nokkurri skyldri tegund.[10]
Leymus arenarius er talin hafa myndast við kynblöndun L. racemosus og annarrar óþekktrar tegundar í mið Evrasíu, eða við fjöllitnunar viðburð (polyploidization event).[11] DNA greining sýnir að innlands- og strand-melgresi eru ekki tölfræðilega frábrugðin hvort öðru. L. arenarius er nýleg tegund og hefur haft lítinn tíma til að mynda erfðafræðilegan breytileika.Snið:Clarify Leymus arenarius er miklu yngri tegund en N-Ameríski ættingi hennar L. mollis, sem hefur verið til síðan um ísöld.Snið:Clarify Íslenskt og pólskt L. arenarius sameindalega einsleit.[11]
Melgresi (melgras, melur eða sandhafrar) (fræðiheiti: Leymus arenarius) er sérlega stórgert og hávaxið gras, allt að 90 sentímetra á hæð. Það er fyrst og fremst þekkt fyrir að geta vaxið í þurrum fjörusandi og sandorpnum hraunum og bundið þar foksand. Melgresi er því mikið notað við uppgræðslu. Ax melgresis er 12 til 20 sentimetra langt. Smáöxin hafa þrjú blóm. Stundum er fjórða blómið en það er þá gelt.
Þúfa vaxin melgresi nefnist melakollur, melhnubbur eða melborg (melborg er þó oftast notað um hól vaxinn melgresi).