dcsimg
Image of Cascade Fir
Creatures » » Plants » » Gymnosperms » » Pines »

Cascade Fir

Abies amabilis Douglas ex J. Forbes

Silfurþinur ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Silfurþinur, fræðiheiti Abies amabilis, er tegund af þini frá Kyrrahafsströnd norðvestur Norður-Ameríka, þar er hann á "Pacific Coast Ranges" og Fossafjöllum frá suðaustasta hluta Alaska, gegn um vestur Bresku Kólumbíu, Washington og Oregon, til lengst norðvestur í Kaliforníu. Hann vex frá sjávarmáli til 1500metra hæð á norðurhluta svæðisins, og í 1000 til 2300 metra hæð á suðurhluta svæðisins, alltaf í tempruðum regnskógum með tiltölulega mikilli úrkomu og svölum, rökum sumrum. Vex oft með Degli og syðst á útbreiðslusvæðinu, Aesculus californica.[2]

Lýsing

 src=
Börkur silfurþins
 src=
Nærmynd af sprota að neðan, hæring sést og hvítar loftaugarákir

Þetta er stórt sígrænt tré sem verður 30 til 45 metra hátt, einstöku sinnum 72 metrar,[3] með stofnþvermál að 1.2 metruma, einstöku sinnum 2.3 metrar. Börkurinn á yngri trjám er ljósgrár, þunnur og þakinn kvoðublöðrum. Á eldri trjám dökknar hann og myndar hreistur og sprungur. Barrið er nálarlaga, flatt, 2 til 4.5 sm langt og 2 mm breitt og 0.5 mm þykkt, matt dökk-grænt að ofan, og með tvær hvítar loftaugarákir að neðan, og lítið eitt sýlt í endann.[4] Barrið er í spíral eftir sprotanum, en það er breytilega undið neðst svo þau liggja flöt til hvorrar hliðar og ofan á sprotanum, með engin undir. Sprotarnir eru rauðgulir með þétta flauelskennda hæringu. Könglarnir eru 9 til 17 sm langir og 4 til 6 sm breiðir, dökk purpurabláir fyrir þroska; hreisturblöðkurnar eru stuttar, og faldar í lokuðum könglinum. Vængjuð fræin losna er köngullinn sundrast við þroska um 6 til 7 mánuðum eftir frjóvgun. Silfurþinur er náskyldur gljáþini A. mariesii frá Kyrrahafsströnd Norður Ameríku, sem greinist frá silfurþin með aðeins styttra barri 1.5 til 2.5 sm og minni könglum: 5 til 11 sm langir.


Nytjar

Viðurinn er mjúkur og ekki sterkur; hann er notaður í pappírsmassa, flutnigskassa og annað ódýrt. Barrið hefur þægilegan ilm og er stundum notað í Jóla skreytingar, þar á meðal jólatré.

Honum er líka plantað sem yndistré í stórum görðum, þó að kröfur hans um svöl, rök sumur takmarki svæðin sem hann vex vel; velheppnaðar útplantanir utan útbreiðslusvæðisins eru helst í vestur Skotlandi og suður Nýja Sjálandi.

Tilvísanir

  1. Snið:IUCN2013.2
  2. C.M. Hogan, 2008
  3. Gymnosperm database, 2008
  4. Flora of North America, 2008

Ytri tenglar


Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
 src= Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS

Silfurþinur: Brief Summary ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Silfurþinur, fræðiheiti Abies amabilis, er tegund af þini frá Kyrrahafsströnd norðvestur Norður-Ameríka, þar er hann á "Pacific Coast Ranges" og Fossafjöllum frá suðaustasta hluta Alaska, gegn um vestur Bresku Kólumbíu, Washington og Oregon, til lengst norðvestur í Kaliforníu. Hann vex frá sjávarmáli til 1500metra hæð á norðurhluta svæðisins, og í 1000 til 2300 metra hæð á suðurhluta svæðisins, alltaf í tempruðum regnskógum með tiltölulega mikilli úrkomu og svölum, rökum sumrum. Vex oft með Degli og syðst á útbreiðslusvæðinu, Aesculus californica.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS