dcsimg

Túnsúra ( 冰島語 )

由wikipedia IS提供

Túnsúra (fræðiheiti: Rumex acetosa) er fjölær jurt sem vex víða í Evrópu og er sums staðar ræktuð vegna blaðanna sem grænmeti. Túnsúra er meðalhá planta með gáraðan stöngul. Hún blómgast í maí-júní. Hún er algeng á Íslandi og vex upp í 800-900 m hæð.

Túnsúra er stundum ranglega nefnd hundasúra, en um er að ræða aðra skylda tegund. Túnsúra þekkist best frá hundasúru á blaðlögun, hornin neðst á blöðkunni vísa niður en eru ekki útstæð eins og á hundasúru. Í túnsúru er oxalsýra. Sýran ver túnsúru fyrir sniglum og öðrum meindýrum en búfénaður sækir í að éta hana. Hún var líka kölluð lambasúra eða lambablaðka. Túnsúra fannst fyrst í Surtsey árið 1991.[1]

 src=
Blóm túnsúrunnar

Sem nytjajurt

Sem lækningajurt er túnsúra er talin góð við bjúg, örva og styrkja lifrina og góð við lystarleysi, hægðatregðu og gyllinæð.

Víða í Evrópu er túnsúra notuð í matargerð, m.a. í súpur, sósur og salöt. Hún er uppistaðan í súrusúpu sem þekkist í hvítrússnenskri, einstnenskri, lettnenskri, litháskri, rúmenskri, pólskri, rússnenskri og úkraínskri matargerð. Súrusúpa hefur einnig verið borðuð á Íslandi, en þá með hundasúrum, njóla eða rabarbarablöðum.[2]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
 src= Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/73842/
  2. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1070885/
許可
cc-by-sa-3.0
版權
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
原始內容
參訪來源
合作夥伴網站
wikipedia IS

Túnsúra: Brief Summary ( 冰島語 )

由wikipedia IS提供

Túnsúra (fræðiheiti: Rumex acetosa) er fjölær jurt sem vex víða í Evrópu og er sums staðar ræktuð vegna blaðanna sem grænmeti. Túnsúra er meðalhá planta með gáraðan stöngul. Hún blómgast í maí-júní. Hún er algeng á Íslandi og vex upp í 800-900 m hæð.

Túnsúra er stundum ranglega nefnd hundasúra, en um er að ræða aðra skylda tegund. Túnsúra þekkist best frá hundasúru á blaðlögun, hornin neðst á blöðkunni vísa niður en eru ekki útstæð eins og á hundasúru. Í túnsúru er oxalsýra. Sýran ver túnsúru fyrir sniglum og öðrum meindýrum en búfénaður sækir í að éta hana. Hún var líka kölluð lambasúra eða lambablaðka. Túnsúra fannst fyrst í Surtsey árið 1991.

 src= Blóm túnsúrunnar
許可
cc-by-sa-3.0
版權
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
原始內容
參訪來源
合作夥伴網站
wikipedia IS