Vapítihjörtur eða skógarhjörtur[1] (fræðiheiti: Cervus canadensis) er ein stærsta tegundin af ætt hjartardýra (Cervidae). Búsvæði þeirra er í Norður-Ameríku og Austur-Asíu. Þó hafa þeir verið fluttir til Argentínu, Ástralíu og Nýja Sjálands.
Vapítíhirtir lifa í skóglendi og éta grastegundir, lauf og börk. Þeir lifa í hjörðum. Karldýrin hafa stór horn sem vaxa yfir sumarið en falla af hvert ár. Þeir berjast innbyrðis með hornunum um aðgang að kvendýrunum. Lífslíkur villtra dýra eru 8-12 ár og hæð er 1,2-1,5 metrar. Þyngd fullorðinna dýra er frá 147-499 kg.[2]
Tala undirtegunda er nokkuð á reiki en talað er um 4 undirtegundir í Ameríku og 4 í Asíu.
Á ensku er tegundin er kölluð elk eða wapiti í Ameríku en í Evrópu er orðið elk notað yfir elg[3]. Nafnið wapiti kemur úr norður-amerísku frumbyggjatungumálunum Cree og Shawnee.
Vapítihjörtur eða skógarhjörtur (fræðiheiti: Cervus canadensis) er ein stærsta tegundin af ætt hjartardýra (Cervidae). Búsvæði þeirra er í Norður-Ameríku og Austur-Asíu. Þó hafa þeir verið fluttir til Argentínu, Ástralíu og Nýja Sjálands.
Vapítíhirtir lifa í skóglendi og éta grastegundir, lauf og börk. Þeir lifa í hjörðum. Karldýrin hafa stór horn sem vaxa yfir sumarið en falla af hvert ár. Þeir berjast innbyrðis með hornunum um aðgang að kvendýrunum. Lífslíkur villtra dýra eru 8-12 ár og hæð er 1,2-1,5 metrar. Þyngd fullorðinna dýra er frá 147-499 kg.
Tala undirtegunda er nokkuð á reiki en talað er um 4 undirtegundir í Ameríku og 4 í Asíu.
Á ensku er tegundin er kölluð elk eða wapiti í Ameríku en í Evrópu er orðið elk notað yfir elg. Nafnið wapiti kemur úr norður-amerísku frumbyggjatungumálunum Cree og Shawnee.