Tíguldofra (fræðiheiti: Schaereria fuscocinerea) er tegund fléttna af dofruætt.[2]
Tíguldofra er hrúðurflétta með reitaskipt, matt, grátt eða dökkgrábrúnt þal. Askhirslurnar eru svartar og hoft hyrndar frekar en kringlóttar, flatar og með áberandi barmi.[2]
Gró tíguldofru eru sporbaugótt, glær, einhólfa og 10-15 x 5-7 µm að stærð.[2]
Tíguldofra er útbreidd um allan heim. Hún finnst á Norðurheimskautasvæðinu, um Evrasíu, Norður-, Mið- og Suður-Ameríku, Eyjálfu og á eyjum úthafanna norður af Suðurskautslandinu.[1]
Á Íslandi finnst tíguldofra dreifð nokkuð víða um landi, nema helst á Suðurlandi.[2] Tíguldofra vex á basalti[2][3] oft á móti sól innan um landfræðiflikru.[3]
Tíguldofra inniheldur þekkta fléttuefnið gyrófórinsýru.[2]
Þalsvörun tíguldofru er K-, C- eða miðlag C+ bleikt, P-.[2]
Tíguldofra (fræðiheiti: Schaereria fuscocinerea) er tegund fléttna af dofruætt.