Fenjasýprus (fræðiheiti: Taxodium distichum) er lauffellandi barrtré ættað frá suðaustur Bandaríkjunum. Það þolir margskonar jarðveg, blautan, þurran, mýrar og jafnvel standandi í grunnu vatni.
Taxodium distichum er stórt, hægvaxta og langlíft tré. Það verður yfirleitt um 10 til 40m hátt, og stofnþvermál að 1,8 m..[2][3]
Í kring um meginstofninn sjást svoköllyð sýprushné sem eru útvöxtur frá rótum með óvissan tilgang. Börkurinn er grábrúnn til rauðbrúnn, þunnur og trefjakenndur.
Grænar barrnálarnar eru 13 til 19 mm langar, stakstæðar og heilrendar. Á haustin verða blöðin gul eða koparrauð.[2] Fenjasýprus fellir barrið á hverjum vetri og kemur með ný á vorin.[4][5]
Náttúruleg útbreiðsla er frá suðaustur New Jersey suður til Flórída og vestur til austur Texas og suðaustur Oklahoma, og einnig inn til landsins upp með Mississippifljóti.
Fenjasýprus (fræðiheiti: Taxodium distichum) er lauffellandi barrtré ættað frá suðaustur Bandaríkjunum. Það þolir margskonar jarðveg, blautan, þurran, mýrar og jafnvel standandi í grunnu vatni.