dcsimg

Vegarfi ( Islandês )

fornecido por wikipedia IS

Vegarfi (fræðiheiti: Cerastium fontanum) er fjölær blómplanta af hjartagrasaætt. Hann finnst víða á Íslandi.

Útlit

Vegarfi er tvíær[1] fjölær jurt með uppsveigða og stundum greinda stöngla og oft marga blaðsprota[2] Hann er frekar lágvaxinn, 10-30 cm á hæð og blómstrar í maí til júní.[3]

Blómin eru hvít, fimmdeild, 5-8 mm í þvermál oft 5-10 saman í knippi.[2] Bikarblöðin eru græn, oddmjó og hærð en krónublöðin eru hvít, álíka löng eða aðeins lengri en bikarblöðin og með skerðingu í endann svo þau eru tvíflipótt.[2] Blóm vegarfa hafa 10 fræfla og eina frævu sem er oftast með fimm stílum.[2] Aldinið er gyllt tannhýði, oftast um tvöfalt lengra en bikarinn, sem opnast í endann með 10 tönnum.[2]

Laublöð vegarfa vaxa gagnstæð og aflöng, 10-20 mm löng og hærð báðum megin og á blaðröndinni.[2].

Vegarfi líkist nokkuð músareyra en krónublöð hans eru hlutfallslega styttri en krónublöð músareyrasins sé miðað við bikarblöðin.[2] Einnig er hann oftast minna loðinn en músareyrað.[3]

Útbreiðsla og búsvæði á Íslandi

Vegarfi er algengur um allt land en síður algengur á hálendinu. Hann vex í mólendi, graslendi, giljum, skriðum og stundum í hálfdeigu landi eða votlendi.[2] Vegarfi vex líka í flögum og vegköntum.[3]

Hæstu skráðu vaxtarstaðir vegarfa á Íslandi eru við Marteinsflæðu og við Ásbjarnarvötn. Báðir fundarstaðir eru í 770 metra hæð yfir sjávarmáli.[2]

Sjúkdómar

Vegarfi er hýsill fyrir sveppina fræhyrnuryð (Melampsorella caryophyllacearum), fræhyrnublaðmyglu (Peronospora alsinerarum)[4] og blaðmyglusveppinn Peronospora paula.[5]

Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 1,7 Lystigarður Akureyrar (án árs). Cerastium fontanum ssp. fontanum. Sótt þann 11. febrúar 2019
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 2,5 2,6 2,7 2,8 Flóra Íslands (án árs). Vegarfi - Cerastium fontanum. Sótt 11. febrúar 2019.
  3. 3,0 3,1 3,2 Hörður Kristinsson (2007). Vegarfi - Cerastium fontanum. Náttúrufræðistofnun Íslands. Sótt þann 11. febrúar 2019.
  4. Helgi Hallgrímsson. 2010. Sveppabókin. Skrudda, Reykjavík. ISBN 978-9979-655-71-8
  5. Helgi Hallgrímsson & Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir (2004). Íslenskt sveppatal I - smásveppir. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun Íslands. ISSN 1027-832X
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
 src= Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
licença
cc-by-sa-3.0
direitos autorais
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visite a fonte
site do parceiro
wikipedia IS

Vegarfi: Brief Summary ( Islandês )

fornecido por wikipedia IS

Vegarfi (fræðiheiti: Cerastium fontanum) er fjölær blómplanta af hjartagrasaætt. Hann finnst víða á Íslandi.

licença
cc-by-sa-3.0
direitos autorais
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visite a fonte
site do parceiro
wikipedia IS