Marþöll (fræðiheiti: Tsuga heterophilla) er barrtré sem vex í vesturhluta Norður-Ameríku, aðallega nálægt sjó. Það verður vanalega 30-60 metra hátt í heimkynnum sínum.[2] Marþöll er mjög skuggþolin og getur vaxið lengi undir trjáskermi. Toppsprotinn slútir eins og á flestum öðrum þöllum. Vaxtasvæðið spannar frá suðaustur-Alaska til Kaliforníu.[3] Fjallaþöll er skyld tegund.
Mikið var flutt inn af fræi á sjötta áratug síðustu aldar. Ræktun gafst ekki vel og fá tré lifðu af.[4] Stálpuð tré má m.a. finna á Hallormsstað, Skorradal og í Grasagarði Reykjavíkur. Ræktun krefst skjóls.[5]
Marþöll (fræðiheiti: Tsuga heterophilla) er barrtré sem vex í vesturhluta Norður-Ameríku, aðallega nálægt sjó. Það verður vanalega 30-60 metra hátt í heimkynnum sínum. Marþöll er mjög skuggþolin og getur vaxið lengi undir trjáskermi. Toppsprotinn slútir eins og á flestum öðrum þöllum. Vaxtasvæðið spannar frá suðaustur-Alaska til Kaliforníu. Fjallaþöll er skyld tegund.