Dunaliella salina er tegund saltelskandi grænna örþörunga sem finnast sérstaklega í eða við tjarnir með sjávarsalti. Fáar lífverur þola seltu eins og D. salina gerir í salttjörnum. Til að lifa af hafa frumurnar hátt innihald betakarótíns til varnar kröftugu ljósi, og mikið magn glýseróls til varnar osmótísks þrýstings. Tegundin þrífst í vatni með 3 til 31% salti og með sýrustigI á milli 1 og 11.[1]
Dunaliella salina var nefnd af E.C. Teodoresco frá Búkarest eftir upprunalegum fundarmanni tegundarinnar, Michel Felix Dunal, sem fyrstur skráði tegundina opinberlega frá saltvatnstjörnum í Montpellier í Frakklandi 1838. Upphaflega nefndi hann lífveruna Haematococcus salinus og Protococcus. Lífverunni var að lokum lýst sem nýrri, aðskilinni ættkvísl samtímis af Teodoresco og Clara Hamburger frá Heidelberg í Þýskalandi 1905. Teodoresco var fyrstur til að gefa út greininguna, svo hann fær yfirleitt heiðurinn fyrir flokkunina.[2]
Dunaliella salina er tegund saltelskandi grænna örþörunga sem finnast sérstaklega í eða við tjarnir með sjávarsalti. Fáar lífverur þola seltu eins og D. salina gerir í salttjörnum. Til að lifa af hafa frumurnar hátt innihald betakarótíns til varnar kröftugu ljósi, og mikið magn glýseróls til varnar osmótísks þrýstings. Tegundin þrífst í vatni með 3 til 31% salti og með sýrustigI á milli 1 og 11.