dcsimg

Kergúelen kál ( Islandèis )

fornì da wikipedia IS

Kergúelen kál (fræðiheiti: Pringlea antiscorbutica) er eina tegund ættkvíslarinnar, Pringlea af krossblómaætt. Það er nefnd eftir eyjaklasanum sem það fannst, Kergúelen-eyjar, sem nefndar er eftir Josep de Kerguelen Trémarec. Ættkvíslarheitið er til heiðurs Sir John Pringle sem var forseti Konunglega breska vísindafélagsins um það leyti sem kafteinn James Cook kom til eyjanna 1776.

Útbreiðsla

Tegundin vex á Heard eyju og McDonald eyjum, Crozet eyjum, Prince Edward eyjum og Kergueleneyjum. Þessar fjarlægu eyjar eru hérumbil 50° suðlægrar breiddargráðu, með nær stöðuga vestanátt. Þessi veðurfarsskilyrði eru óhentug fyrir vindfrjóvgun, nema á þeim fáu mildu dögum mildu dögum sem eru. Kálið hefur tvær aðferðir til frjóvgunar, fyrst og fremst er flugutegund nokkur sérhæfð fyrir verkefnið og þegar hún bregst hefur hún sjálffrjóvgun.[1] Fullþroskuð synir háu aðlögun að kulda svo sem há polyamí gildi.

 src=
Gamalt Kerguelen-kál á "Péninsule Rallier du Baty", Kerguelen eyjum

Nytjar

Þessi jurt er æt og inniheldur mikið af kalín. Laufin innihalda C-vitamin ríka olíu, staðreynd sem fyrr á dögum gerði hana áhugaverða fyrir sjómenn sem þjáðust af skyrbjúgi og þaðan kemur aftur seinni hluti tegundarheitisins á Latínu. Það var nauðsynlegt í mataræði hvalveiðimanna á Kergueleneyjum þegar allt kjöt var uppurið.[2]

Verndarstaða

 src=
Kerguelen-kál á Mayes eyju (Kerguelen eyjum)

Micropezid flugnategundin Calycopteryx mosleyi er tengd þessari plöntu. Hvorutveggja eru í hættu vegna ágangs kanína (ágeng innflutt tegund) sem éta kálið.

Tilvitnanir

  1. Schermann-Legionnet, Agnes; Hennion, Françoise; Vernon, Philippe; Atlan, Anne, Breeding system of the subantarctic plant species Pringlea antiscorbutica R. Br. and search for potential insect pollinators in the Kerguelen Islands Polar Biol. 30:1183–1193. (pdf)
  2. In Pursuit of Plants, pp. 297-299.

licensa
cc-by-sa-3.0
drit d'autor
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visité la sorgiss
sit compagn
wikipedia IS

Kergúelen kál: Brief Summary ( Islandèis )

fornì da wikipedia IS

Kergúelen kál (fræðiheiti: Pringlea antiscorbutica) er eina tegund ættkvíslarinnar, Pringlea af krossblómaætt. Það er nefnd eftir eyjaklasanum sem það fannst, Kergúelen-eyjar, sem nefndar er eftir Josep de Kerguelen Trémarec. Ættkvíslarheitið er til heiðurs Sir John Pringle sem var forseti Konunglega breska vísindafélagsins um það leyti sem kafteinn James Cook kom til eyjanna 1776.

licensa
cc-by-sa-3.0
drit d'autor
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visité la sorgiss
sit compagn
wikipedia IS