dcsimg

Stjörnunefsmoldvarpa ( Islandèis )

fornì da wikipedia IS
kústur Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu.

Stjörnunefsmoldvarpan (Condylura cristata) er lítil moldvarpa með heimkynni í austur-Kanada og norð-austur-Bandaríkjunum.

Útlit og líkamsbygging

Líkami stjörnunefsmoldvörpunnar er eins og sápa í laginu, ílangur og sívalur. Hún er með stutt og mjótt nef sem er nakið og er eins og pípa í laginu. Hún er með ellefu litla griparma sem líkist litlum ormum á nefinu og þessir armar skynja mjög vel það sem þeir snerta. Stjörnunefið er ekki einungis til þess að skynja snertingu heldur einnig til þess að veiða. Lyktarskyn þeirra er svo sterkt að þeir geta einnig fundið lykt af fæðu í vatni. Moldvarpan er með langa rófu á afturendanum sem er álíka löng og allur búkurinn. Rófan er einnig forðageymsla fitu á veturna.

Feldurinn er dökkbrúnn, einangrandi, fitugur og vatnsfráhrindandi. Moldvarpan hefur löng veiðihár sem skynja loftþrýsting og nálæga hluti. Augu þeirra eru smá og oft hulin húð en þau skynja samt birtu. Moldvarpan hefur engin ytri eyru en heyra ágætlega. Hún er útbúin stórum klóm á öllum tám sem hjálpar henni til þess að grafa göng í jarðvegi. Framfætur hennar eru mjög sterkir og nota þau lófa sína til þess að mynda skóflu til graftar.

Stjörnunefsmoldvörpur eru vel þróaðar í að lifa neðanjarðar. Framfæturnir eru mjög öflugir en einnig stuttir, þær hafa þessar stuttu lappir til þess að geta grafið löng göng. Bringubeinið í þeim hefur þróast í að vera mjög sterkbyggt, þeir eru með kjöl þar sem öflugustu vöðvarnir þeirra eru. Enn eitt glöggt dæmið um þessa sérstæðu aðlögun að neðanjarðarlífi er að við hliðina á tánni sem svarar til þumalfingurs hefur vaxið aukastuðningsbein. Það að auki er sköflungur og sperrileggur að hluta samvaxnir neðan til.

Fæða

Stjörnunefsmoldvarpan étur mest lítil skriðdýr, en einnig skordýr og litla fiska. Hún er mest í neðanjarðar göngum sínum og finnur þar orma og önnur lítil skordýr. Stundum fer hún upp á yfirborðið þar sem hún finnur bjöllur og lirfur. Moldvarpan getur synt og notar til þess skóflulaga fæturna.

Afkvæmi

Stjörnunefsmoldvarpan getur eignast 2-7 afkvæmi. Þau fæða yfirleitt á milli apríl og júlí. Meðgöngutíminn er um 45 dagar. Þegar þau fæðast eru þau dökk bleik á litinn, hrukkótt og hárlaus. Þau eru í kringum 50mm á lengd og aðeins 1,5 gr. á þyngd. Það tekur aðeins í kringum 21 dag fyrir börnin að verða fullorðin og fara frá bælinu.

 src=
Afkvæmi

Rándýr

Stjörnunefsmoldvarpan er ekki stór og eru nokkur rándýr sem nærast á henni. Það er að mestu leyti uglur og spendýr (skunkar, minkar og refir) sem éta hana.

Heimildir

licensa
cc-by-sa-3.0
drit d'autor
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visité la sorgiss
sit compagn
wikipedia IS

Stjörnunefsmoldvarpa: Brief Summary ( Islandèis )

fornì da wikipedia IS

Stjörnunefsmoldvarpan (Condylura cristata) er lítil moldvarpa með heimkynni í austur-Kanada og norð-austur-Bandaríkjunum.

licensa
cc-by-sa-3.0
drit d'autor
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visité la sorgiss
sit compagn
wikipedia IS