dcsimg

Selja (tré) ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Selja (fræðiheiti: Salix caprea) er tré af víðiætt. Laufblöð hennar eru daufgræn og hærð á neðra borði. Hún getur orðið um 12 metrar á hæð og kýs hún sér búsetu í vetrarsvölu meginlandsloftslagi og í mildu strandloftslagi, jafnt í Evrópu og norð-austur Asíu. Á Íslandi hefur seljan þrifist meðal annars í Múlakoti þar sem hún er orðin 12 metra há á 50 árum og nýtur sín vel inn til landsins sunnanlands.

 src=
Rekill á Selju.
 src=
Seljuröð í Laugardal, Reykjavík.

Trén þykja falleg garðtré, sérstaklega karltrén vegna fagurgulra reklanna.


 src= Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS