dcsimg

Bryngranar ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Bryngranar (fræðiheiti: Corydoras) eru ættkvísl ferskvatnsgrana af ætt Callichthyidae og undirætt Corydoradinae. Heitið Corydoras kemur úr grísku; kory (hjálmur) og doras (húð). Tegundir sem hafa verið flokkaðar eru um 160 talsins og eru litaafbrigði sem og útlit fjölbreytt. Stærð er frá 2.5 til 12 sentimetra.

Útbreiðslusvæði bryngrana er í Suður-Ameríku, austur af Andesfjöllum til Atlantshafs; frá Trínidad og Tóbagó til Norður-Argentínu. Þeir lifa í torfum í lækjum, meðfram stærri ám, í mýrum og tjörnum. Meginfæða eru smá skordýr, skordýralirfur, grot og plöntur sem þeir finna á botninum. Undirtegundir bryngrana eru vinsælar hjá gæludýrafiskaeigendum og hreinsa þeir upp leifar af botni búrsins.

Heimild

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS

Bryngranar: Brief Summary ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Bryngranar (fræðiheiti: Corydoras) eru ættkvísl ferskvatnsgrana af ætt Callichthyidae og undirætt Corydoradinae. Heitið Corydoras kemur úr grísku; kory (hjálmur) og doras (húð). Tegundir sem hafa verið flokkaðar eru um 160 talsins og eru litaafbrigði sem og útlit fjölbreytt. Stærð er frá 2.5 til 12 sentimetra.

Útbreiðslusvæði bryngrana er í Suður-Ameríku, austur af Andesfjöllum til Atlantshafs; frá Trínidad og Tóbagó til Norður-Argentínu. Þeir lifa í torfum í lækjum, meðfram stærri ám, í mýrum og tjörnum. Meginfæða eru smá skordýr, skordýralirfur, grot og plöntur sem þeir finna á botninum. Undirtegundir bryngrana eru vinsælar hjá gæludýrafiskaeigendum og hreinsa þeir upp leifar af botni búrsins.

 src=

Corydoras pantanalensis.

 src=

Corydoras sterbai.

 src=

Corydoras melini.

 src=

Corydoras aeneus.

 src=

Corydoras semiaquilus.

 src=

Corydoras habrosus.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS