dcsimg

Betula klokovii ( исландски )

добавил wikipedia IS

Betula klokovii[2] er trjátegund sem vex eingöngu í Úkraínu. Úkraínski grasafræðingurinn Boris Zaverukha lýsti henni fyrstur og nefndi eftir kennara sínum, Mikhail Klokov, honum til heiðurs. Þessi tré vaxa á sendnum hæðum á gresjum og á kalksteinshæðum eða í opnu skóglendi. Þau vaxa þar aðeins á tveimur fjöllum: Strakhova og Maslyatyn, nálægt Kremenets á Ternopil-svæðinu.[1]

Útbreiðslan er talin vera minni en 15 km2. Það eru tveir litlir hópar (subpopulations) af tegundinni. Sá stærri er með 40 fullþroska einstaklingum á Maslyatyn-fjalli, en sá minni með 10 fullþroska einstaklingum á Strakhova-fjalli.[1]

Uppfært júní 2015: Einstaklingum í tegundinni hefur fækkað. Meginógnin er kalknám á svæðinu og jarðvegseyðing. Blöndun við aðrar tegundir, svo sem Betula pendula,[1] ógnar henni einnig. Ýmsir telja þó orðið líklegt að þetta sé bara afbrigði eða undirtegund af ilmbjörk (Betula pubescens) og hefur hún ekki verið tekin með í nýjustu endurskoðunum. [3]

Myndaður hefur verið þjóðgarður í Kremenets-fjöllum til að vernda líffræðilegan fjölbreytileika á svæðinu. Nokkur eintök af Betula klokovii finnast í grasagörðum í Úkraínu, svo sem Kremenets- grasagarðinum, trjáfræðigarðinum "Oleksandria", Grasagarði O.V. Fomin og Þjóðargrasagarði M.M.Gryshko. Þessi tegund er skráð í útrýmingarhættu á válistanum Red Book of Ukraine (Diduch 2009).[4]


Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 IUCN. „Betula klokovii: Rivers, M.C. & Tarieiev, A.“. IUCN Red List of Threatened Species. doi:10.2305/iucn.uk.2015-4.rlts.t194573a79345402.en.
  2. Zaver., 1964 In: Ukrayins'k. Bot. Zhurn. 21(5): 80
  3. Ashburner, K. and McAllister, H.A. 2013. The Genus Betula: A Taxonomic Revision of Birches. Kew Publishing, Richmond, Surrey.
  4. http://zakon4.rada.gov.ua/laws/show/805-17


Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
 src= Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
лиценца
cc-by-sa-3.0
авторски права
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
изворно
посети извор
соработничко мреж. место
wikipedia IS

Betula klokovii: Brief Summary ( исландски )

добавил wikipedia IS

Betula klokovii er trjátegund sem vex eingöngu í Úkraínu. Úkraínski grasafræðingurinn Boris Zaverukha lýsti henni fyrstur og nefndi eftir kennara sínum, Mikhail Klokov, honum til heiðurs. Þessi tré vaxa á sendnum hæðum á gresjum og á kalksteinshæðum eða í opnu skóglendi. Þau vaxa þar aðeins á tveimur fjöllum: Strakhova og Maslyatyn, nálægt Kremenets á Ternopil-svæðinu.

Útbreiðslan er talin vera minni en 15 km2. Það eru tveir litlir hópar (subpopulations) af tegundinni. Sá stærri er með 40 fullþroska einstaklingum á Maslyatyn-fjalli, en sá minni með 10 fullþroska einstaklingum á Strakhova-fjalli.

Uppfært júní 2015: Einstaklingum í tegundinni hefur fækkað. Meginógnin er kalknám á svæðinu og jarðvegseyðing. Blöndun við aðrar tegundir, svo sem Betula pendula, ógnar henni einnig. Ýmsir telja þó orðið líklegt að þetta sé bara afbrigði eða undirtegund af ilmbjörk (Betula pubescens) og hefur hún ekki verið tekin með í nýjustu endurskoðunum.

Myndaður hefur verið þjóðgarður í Kremenets-fjöllum til að vernda líffræðilegan fjölbreytileika á svæðinu. Nokkur eintök af Betula klokovii finnast í grasagörðum í Úkraínu, svo sem Kremenets- grasagarðinum, trjáfræðigarðinum "Oleksandria", Grasagarði O.V. Fomin og Þjóðargrasagarði M.M.Gryshko. Þessi tegund er skráð í útrýmingarhættu á válistanum Red Book of Ukraine (Diduch 2009).


лиценца
cc-by-sa-3.0
авторски права
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
изворно
посети извор
соработничко мреж. место
wikipedia IS