dcsimg

Gullregn ( islandais )

fourni par wikipedia IS

Gullregn (fræðiheiti Laburnum) er ættkvísl lítilla eða meðalstórt trjáa af ertublómaætt sem ber gul blóm í löngum hangandi klösum. Gullregn skiptist í tvær tegundir, strandagullregn (Laburnum anagyroides) og fjallagullregn (Laburnum alpinum). Gullregn er upprunnið úr fjallasvæðum í suðurhluta Evrópu frá Frakklandi til Balkanskagans.

Gullregn er vinsælt garðtré en vanalegt er að í görðum sé ræktað garðagullregn (Laburnum x watereri) sem er blendingsgullregn milli hinna tveggja tegunda gullregns með langa blómklasa eins og fjallagullregn og þétt blómskrúð eins og strandagullregn.

Garðagullregn

 src=
Garðagullregn, afbrigðið Vossi

Blendingur milli strandgullregns og fjallagullregns er ýmist er kallaður garðagullregn eða blendingsgullregn, Laburnum x watereri. Blendingsgullregn sameinar helstu kosti beggja tegunda, hefur langa blómklasa eins og fjallagullregni og stór blóm eins og strandgullregn. Yrkið Laburnum x watereri ‘Vossi’, sem er upprunnið í Hollandi um 1875 þykir góð garðplantna með blómklasa sem geta orðið allt að 50 sm langir og það blómstrar strax því það er ágrætt en fjallagullregn blómstrar ekki fyrr en það verður kynþroska allt að 15-20 ára gamalt. Einn af kostum garðagullregns er að það myndar mjög sjaldan fræ og þá mjög lítið af fræum.

Eitrunaráhrif gullregns

Garðagullregn þroskar síður fræ en fjallagullregn. Fræ gullregns eru eitruð sem og allir aðrir hlutar plöntunar. Aðaleiturefnið í gullregni er Cytisine. Í fræbelgnum eru 3 til 5 fræ en 2 - 10 fræ geta valdið eitrun hjá börnum. Einkenni geta komið í ljós eftir 10 mínútur en einnig geta liðið nokkrar klukkustundir.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
licence
cc-by-sa-3.0
droit d’auteur
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visiter la source
site partenaire
wikipedia IS

Gullregn: Brief Summary ( islandais )

fourni par wikipedia IS

Gullregn (fræðiheiti Laburnum) er ættkvísl lítilla eða meðalstórt trjáa af ertublómaætt sem ber gul blóm í löngum hangandi klösum. Gullregn skiptist í tvær tegundir, strandagullregn (Laburnum anagyroides) og fjallagullregn (Laburnum alpinum). Gullregn er upprunnið úr fjallasvæðum í suðurhluta Evrópu frá Frakklandi til Balkanskagans.

Gullregn er vinsælt garðtré en vanalegt er að í görðum sé ræktað garðagullregn (Laburnum x watereri) sem er blendingsgullregn milli hinna tveggja tegunda gullregns með langa blómklasa eins og fjallagullregn og þétt blómskrúð eins og strandagullregn.

licence
cc-by-sa-3.0
droit d’auteur
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visiter la source
site partenaire
wikipedia IS