Blávingull (fræðiheiti: Festuca vivipara) er puntgras af grasaætt. Puntur hans er stuttur, um 2 til 5 sentímetrar og er einkennandi blaðgróinn. Smáöxin eru brúnleit eða fjólublá. Blöðin eru stutt og í þéttum toppum. Hæð grassins er 10 til 40 sentímetrar og vex það gjarnan í melum, flögum eða mólendi. Hann er algengur um allt Ísland.
Blávingull (fræðiheiti: Festuca vivipara) er puntgras af grasaætt. Puntur hans er stuttur, um 2 til 5 sentímetrar og er einkennandi blaðgróinn. Smáöxin eru brúnleit eða fjólublá. Blöðin eru stutt og í þéttum toppum. Hæð grassins er 10 til 40 sentímetrar og vex það gjarnan í melum, flögum eða mólendi. Hann er algengur um allt Ísland.