dcsimg

Kínalífviður ( Islandês )

fornecido por wikipedia IS

Kínalífviður (fræðiheiti: Thuja sutchuenensis) er sígrænt barrtré í einiætt (Cupressaceae).[2] Hann er ættaður frá Kína, þar sem hann er einlendur í Chengkou (Chongqing sýslu, áður hluti af Sichuan héraði), á suðurhlið Daba fjalla.[1][3]

Lýsing

Þetta er lítið eða meðalstórt tré, hugsanlega að 20m hátt,[2] þó að engin tré af svo mikilli stærð séu nú þekkt.

Fundur og endurfundur

Tegundinni var fyrst lýst 1899 útfrá eintökum sem safnað var af franska grasafræðingnum Paul Guillaume Farges 1892 og 1900, en fannst ekki aftur, þrátt fyrir mikla leit í nær 100 ár og var talin útdauð vegna skógarhöggs (vegna verðmæts ilmandi viðsins). Fáein eintök fundust hinsvegar 1999 þar sem þau uxu á mjög óaðgengilegum, bröttum ásum nálægt (eða á sama stað) og þar sem Farges hafði fyrst fundið hann.[1] Svæðið hefur fengið friðlýsingu (Special Protection Area) til að vernda tegundina.

Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 1,2 Yang, Y.; Li, N.; Christian, T. & Luscombe, D (2013). Thuja sutchuenensis. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T32378A2816862. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T32378A2816862.en. Sótt 11. janúar 2018.
  2. 2,0 2,1 Fu, Liguo; Yu, Yong-fu; Adams, Robert P.; Farjon, Aljos. "Thuja sutchuenensis". Flora of China. 4. Retrieved 2 May 2013 – via eFloras.org, Missouri Botanical Garden, St. Louis, MO & Harvard University Herbaria, Cambridge, MA.
  3. Xiang, Qiaoping; Fajon, Alan; Li, Zhenyu; Fu, Likuo; Liu, Zhengyu (2002). Thuja sutchuenensis: A rediscovered species of the Cupressaceae“ (PDF). Botanical Journal of the Linnean Society. 139 (3): 305–310. doi:10.1046/j.1095-8339.2002.00055.x.

licença
cc-by-sa-3.0
direitos autorais
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visite a fonte
site do parceiro
wikipedia IS

Kínalífviður: Brief Summary ( Islandês )

fornecido por wikipedia IS

Kínalífviður (fræðiheiti: Thuja sutchuenensis) er sígrænt barrtré í einiætt (Cupressaceae). Hann er ættaður frá Kína, þar sem hann er einlendur í Chengkou (Chongqing sýslu, áður hluti af Sichuan héraði), á suðurhlið Daba fjalla.

licença
cc-by-sa-3.0
direitos autorais
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visite a fonte
site do parceiro
wikipedia IS