Úlfareynir (fræðiheiti: Sorbus hostii) [1] er reynitegund sem var fyrst lýst af Nikolaus Joseph von Jacquin, og fékk sitt núverandi fræðiheiti af Karl Heinrich Koch. Engar undirtegundir finnast skráðar í Catalogue of Life.[1][2]
Þetta er hægvaxandi runni sem nær 3 til 6 metrum. Venjulega 2 - 3m. Dökkgræn blöðin eru stakstæð, sporbaugótt, hvasstennt, stundum grunnsepótt við stilk. Blómin eru bleik í sveip. Berin eru rauðgul til rauð.[3]
Úlfareynir er upprunninn frá Austurríki, Slóvakíu, Ölpunum og nyrðri hluta Karpatafjalla. Hann er talinn vera blendingur af Sorbus chamaemespilus & S. mougeotii.[4]
Hefur verið ræktaður hér á landi síðustu 4 - 5 áratugi. Kelur lítið sem ekkert og blómstrar og þroskar ber árlega.[5]
Úlfareynir (fræðiheiti: Sorbus hostii) er reynitegund sem var fyrst lýst af Nikolaus Joseph von Jacquin, og fékk sitt núverandi fræðiheiti af Karl Heinrich Koch. Engar undirtegundir finnast skráðar í Catalogue of Life.