Liljubjallan (fræðiheiti: Lilioceris lilii) er blaðbjalla sem étur stilka, blöð, brum og blóm á liljum, vepjuliljum og öðrum plöntum í liljuætt (Liliaceae). Liljubjallan verpir aðallega á plöntur af ættkvíslunum Liliuim og Fritillaria.[1] Liljubjallan er upprunnin frá Evrasíu og hefur dreifst til Stóra-Bretlands og Kanada um 1943, líklegast sem laumufarþegar á innfluttum liljulaukum. Liljubjallan er talin vera plága í flestum tempruðum löndum þar sem liljur eru ræktaðar.
Lirfurnar eru með appelsínugula skrokka og svört höfuð. Þær þekja sig sjálfar með eigin úrgangi til að fæla burt rándýr og mynda svarta klumpa. Fullorðnir einstaklingar eru skarlatsrauðir og um 6-9 mm langir. Liljubjöllur bregðast við hættu með því að láta sig detta til jarðar og fela sig.
Liljubjallan (fræðiheiti: Lilioceris lilii) er blaðbjalla sem étur stilka, blöð, brum og blóm á liljum, vepjuliljum og öðrum plöntum í liljuætt (Liliaceae). Liljubjallan verpir aðallega á plöntur af ættkvíslunum Liliuim og Fritillaria. Liljubjallan er upprunnin frá Evrasíu og hefur dreifst til Stóra-Bretlands og Kanada um 1943, líklegast sem laumufarþegar á innfluttum liljulaukum. Liljubjallan er talin vera plága í flestum tempruðum löndum þar sem liljur eru ræktaðar.
eggLirfurnar eru með appelsínugula skrokka og svört höfuð. Þær þekja sig sjálfar með eigin úrgangi til að fæla burt rándýr og mynda svarta klumpa. Fullorðnir einstaklingar eru skarlatsrauðir og um 6-9 mm langir. Liljubjöllur bregðast við hættu með því að láta sig detta til jarðar og fela sig.
Lirfu Lirfur þaktar eigin úrgangi