Langnykra (fræðiheiti Potamogeton praelongus) er vatnaplanta af nykruætt. Hún vex í djúpu vatni, oft í djúpum tjörnum eða stórum stöðuvötnum. Langnykra hefur ekki flotblöð. Blöðin eru aflöng 10-20 sm. Blómin eru smá og mörg saman í axi sem er allt að 4 sm að lengd. Fræflar eru fjórir með áföstum grænbrúnum bleðlum. Frævur eru fjórar. Langnykra er lík fjallnykru.[1][2]
Langnykra (fræðiheiti Potamogeton praelongus) er vatnaplanta af nykruætt. Hún vex í djúpu vatni, oft í djúpum tjörnum eða stórum stöðuvötnum. Langnykra hefur ekki flotblöð. Blöðin eru aflöng 10-20 sm. Blómin eru smá og mörg saman í axi sem er allt að 4 sm að lengd. Fræflar eru fjórir með áföstum grænbrúnum bleðlum. Frævur eru fjórar. Langnykra er lík fjallnykru.