Lóuþræll (fræðiheiti Calidris alpina) er lítill vaðfugl af snípuætt. Íslensk nafn sitt dregur hann af því að elta varpsvæði heiðlóunar.[1]
Hann verpir á Norðurslóðum. Fuglar sem verpa í Norður-Evrópu og Asíu eru farfuglar sem fljúga langa leið til vetrarstöðva í Afríku, Suðaustur-Asíu og Miðausturlöndum. Fuglar sem verpa í Alaska og Kanada ferðast stutta vegalengd til Kyrrahafs- og Atlantshafsstranda Norður-Ameríku nema þeir sem verpa í Norður-Alaska, þeir eru í Asíu á veturna.
Lengd: 17 – 21 cm. | Þyngd: 50 - 100 gr. | Vænghaf: 32 – 36 cm.
Lóuþrællinn er oftast með algengustu vaðfuglum þar sem hann verpir og hefur vetursetu og er því oft notaður til viðmiðunar fyrir aðra vaðfugla. Hann er álíka stór og starri, en gildari og með þykkri gogg.
Fullorðin fugl í varpbúningi er með áberandi svartan blett á kviðnum sem engin annar vaðfugl af svipaðri stærð hefur. Þeir hafa rauðbrúnar, hvítar og svartar skellur, ofan á höfði, niður á bringu, á baki og ofan á vængjum. Hvítir undir vængjum og á maga, utan ánuðurnefnds svarts bletts á kviðnum um varptímann. Fæturnir og örlítið niðursveigður goggurinn eru svartir. Stundum má þó sjá einhvern litarmun í rauðbrúna litnum sem og lengd á gogg eftir undirtegundum á hinum ýmsu stöðum þar sem þeir lifa í heiminum. Kynin eru eins nema að kvenfuglarnir hafa lengri gogg en karlfuglarnir. Ungir fuglar eru brúnir með tvær vafflaga hvítar rákir á bakinu. Á vetrum eru þeir oftast litminni, að mestu gráir að ofan en hvítir að neðan.
Lóuþrælar mynda oftast stóra flokka á vetrarstöðvum sínum á leirum eða sandströndum og má sjá stóra hópa fljúga í samhæfðu flugi milli áningarstaða á leið sinni til vetrarstöðva. Lóuþrællinn notar það sem kalla má „saumavéla“ matvenjur, það er fer um leirur, sem eru hanns kjörlendi, og með randi um þær og stöðugu kroppi í leirinn (eins og saumavél) tínir hann upp smádýr af nokkurnvegin hvaða sort sem hann finnur, hverskonar lindýr, skordýr, skeldýr, orma og krabbadýr.
Hreiður lóuþrælsins er bara grunn laut fóðruð með gróðri sem hann finnur yfirleitt stað innan um þéttan gróður í mýrlendi. Egginn eru oftast fjögur og liggja bæði kynin á þeim. Ungarnir eru fljótt tilbúnir til að yfirgefa hreiðrið þót þeir klekist út tiltölulega snemma og eru orðnir fleygir um þrem vikum seinna. Karlfuglinn sinnir oftast ungunum einn enda yfirgefa kvenfuglarnir hreiðrið strax og jafnvel varpstöðvarnar fljótlega eftir að eggin hafa klakist út.
Fyrirmynd greinarinnar var „Dunlin“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 3. mars 2013.
Lóuþræll (fræðiheiti Calidris alpina) er lítill vaðfugl af snípuætt. Íslensk nafn sitt dregur hann af því að elta varpsvæði heiðlóunar.