dcsimg
小百合的圖片
Life » » Archaeplastida » » 木蘭綱 » » 百合科 »

小百合

Lilium nanum Klotzsch

Svalalilja ( 冰島語 )

由wikipedia IS提供

Svalalilja (fræðiheiti: Lilium nanum) er tegund af liljuætt. Tegundin vex víða í Himalajafjöllum. Svalalilja fannst fyrst 1845 í ferð Waldimars af Prússlandi (1817–1849) en var fyrst lýst 1860.

Lýsing

Svalalilja er fjölær jurt, 8 til 42 cm á hæð. Laukurinn er 2 - 4 cm hár og 1 - 2,3 cm að ummáli. 9 til 22 lausir smálaukar eru hvítir og mjólensulaga, 0.3 til 0.8 cm breiðir.

Stöngullinn er grannur og grænn, hárlaus og 0.15 til 0.3 cm þykkur. Frá rót að toppi hann er með 4 - 14 mjó-eða breið-línulaga lauf, 5 til 15.5 cm löng og milli 0.2 and 0.7 cm breið.

Plantan blómstrar í júní með stökum lútandi klukkulaga blómum. Blómstöngullinn er grannur og 0,5 til 5,5 cm langur og sveigður. Grunnlitur blómanna er lilla til fjólublár, sjaldan hvítleitur, þó er afbrigðið flavidum gult.

Myndir

Útbreiðsla og uppruni

Tegundin er útbreidd í Himalaja. Hún finnst í Suðvestur Kína (Sichuan, Tíbet, Yunnan), norður af Myanmar, í Nepal, Bhutan og Indlandi (Sikkim). Hún vex á milli 3500 m og 4500 m yfir sjávarmáli, finnst einnig yfir trjálínu.

Tegundin vex á graslendi og oft grýttum og skógarjaðri, furuskógum, kjarri eða engjum, stundum á skyggðum og skýldum svæðum nálægt Juniper og dverg birki.

  • L. nanum var. flavidum: Blómin eru með gulum lit. Afbrigðið finnst aðallega í Tibet, Yunnan und Myanmar.

Heimildir

  • W.B. Turrill: A Supplement to Elwes' Monograph of the Genus Lilium, Part IX, 1962, pp. 9–12
  • Flora of China, Vol. 24, S. 139, Online
  • Mark Wood: Lily Species - Notes and Images. CD-ROM, Fassung vom 13. Juli 2006

許可
cc-by-sa-3.0
版權
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
原始內容
參訪來源
合作夥伴網站
wikipedia IS

Svalalilja: Brief Summary ( 冰島語 )

由wikipedia IS提供

Svalalilja (fræðiheiti: Lilium nanum) er tegund af liljuætt. Tegundin vex víða í Himalajafjöllum. Svalalilja fannst fyrst 1845 í ferð Waldimars af Prússlandi (1817–1849) en var fyrst lýst 1860.

許可
cc-by-sa-3.0
版權
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
原始內容
參訪來源
合作夥伴網站
wikipedia IS