dcsimg
Plancia ëd Tsuga caroliniana Engelm.
Life » » Archaeplastida » » Gymnosperms » » Pinaceae »

Tsuga caroliniana Engelm.

Fagurþöll ( Islandèis )

fornì da wikipedia IS

Fagurþöll (fræðiheiti: Tsuga caroliniana[2][3][4][5]) er tegund í þallarættkvísl (Tsuga) ættuð frá Appalasíufjöllum í suðvestur Virginíu, vestur Norður-Karólínu, norðaustast í Georgíu, norðvestur Suður-Karólínu og austur Tennessee í Bandaríkjunum.[6] Búsvæði þess eru klettóttar fjallahlíðar í 700 til 1200 metra hæð. Heppileg vaxtarskilyrði eru í hálfskugga með rökum en gljúpum jarðvegi í svölu loftslagi.[7]

Þetta er sígrænt barrtré sem verður að 30 metra hátt (einstaka sinnum 34m) og 110 sm í þvermál út í skógi. Krónan er þétt og pýramídalaga, að 8 m breið. Börkurinn er þykkur og rauðbrúnn, og verður ´sprunginn með hreistruðum hryggjum. Greinarnar eru kröftugar og yfirleitt láréttar, en geta verið lítið eitt drjúpandi. Sprotarnir eru rauðbrúnir til rauðgulbrúnir, og fínhærðir. Barrið er 5 - 20 mm langt og 1,8 til 2 mm breitt, útflatt bogadregin ofan eða næstum þverstýfð, sjaldan lítillega framjaðrað. Þær standa út í allar áttir út frá greinunum, og ilma af tangerínum ef kramdar. Þau eru gljáandi dökkgræn að ofan og á neðra borði ljósari og með tvær hvítar loftaugarákir. Könglarnir eru 2 til 4 sm langir, grænir óþroskaðir og með þroska verða brúnir til ljósbrúnir 6 til 7 mánuðum eftir frjóvgun. Þegar þeir eru fullopnir eru hreisturblöðkurnar hornrétt eða aftursveigðar frá miðju.[7][8][9]

Ullarlúsin Adelges tsugae, var flutt til austur Bandaríkjanna frá Asíu 1924, ógnar fagurþöll, en hún er næm fyrir henni eins og kanadaþöll.[8]

Fagurþöll er meir notuð sem skrauttré en til timburframleiðslu, ekki síst vegna þess hversu sjaldgæf hún er.[9] Í görðum eru þær svipaðar, en fagurþöll er með stólparót, öfugt við yfirborðskenndar og ágengar rætur kanadaþallar. Það þýðir að runnar og aðrar plöntur þrífast betur undir fagurþöll.[10]

 src=
Barr, Rogów Arboretum, Pólland

Tilvísanir

  1. Farjon, A. (2013). Tsuga caroliniana. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T34200A2850654. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T34200A2850654.en. Sótt 14. desember 2017.
  2. Bean, W.J., 1980Trees and shrubs hardy in the British Isles, ed. 8, Vols. 1-4 John Murray, London
  3. Farjon, A., 1990Pinaceae. [Regnum Vegetabile Vol. 121] Koeltz Scientific Books, Königstein
  4. Engelm., 1881 In: Bot. Gaz. 6: 223.
  5. Snið:PLANTS
  6. Geographic Distribution Map: Tsuga caroliniana (Carolina Hemlock)
  7. 7,0 7,1 Farjon, A. (1990). Pinaceae. Drawings and Descriptions of the Genera. Koeltz Scientific Books. ISBN 3-87429-298-3.
  8. 8,0 8,1 Gymnosperm Database: Tsuga caroliniana
  9. 9,0 9,1 Flora of North America: Tsuga Caroliniana
  10. Richard E. Bir (1992). Growing and Propagating Showy Native Woody Plants. University of North Carolina Press. bls. 62. ISBN 0-8078-4366-0.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
 src= Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
licensa
cc-by-sa-3.0
drit d'autor
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visité la sorgiss
sit compagn
wikipedia IS

Fagurþöll: Brief Summary ( Islandèis )

fornì da wikipedia IS

Fagurþöll (fræðiheiti: Tsuga caroliniana) er tegund í þallarættkvísl (Tsuga) ættuð frá Appalasíufjöllum í suðvestur Virginíu, vestur Norður-Karólínu, norðaustast í Georgíu, norðvestur Suður-Karólínu og austur Tennessee í Bandaríkjunum. Búsvæði þess eru klettóttar fjallahlíðar í 700 til 1200 metra hæð. Heppileg vaxtarskilyrði eru í hálfskugga með rökum en gljúpum jarðvegi í svölu loftslagi.

Þetta er sígrænt barrtré sem verður að 30 metra hátt (einstaka sinnum 34m) og 110 sm í þvermál út í skógi. Krónan er þétt og pýramídalaga, að 8 m breið. Börkurinn er þykkur og rauðbrúnn, og verður ´sprunginn með hreistruðum hryggjum. Greinarnar eru kröftugar og yfirleitt láréttar, en geta verið lítið eitt drjúpandi. Sprotarnir eru rauðbrúnir til rauðgulbrúnir, og fínhærðir. Barrið er 5 - 20 mm langt og 1,8 til 2 mm breitt, útflatt bogadregin ofan eða næstum þverstýfð, sjaldan lítillega framjaðrað. Þær standa út í allar áttir út frá greinunum, og ilma af tangerínum ef kramdar. Þau eru gljáandi dökkgræn að ofan og á neðra borði ljósari og með tvær hvítar loftaugarákir. Könglarnir eru 2 til 4 sm langir, grænir óþroskaðir og með þroska verða brúnir til ljósbrúnir 6 til 7 mánuðum eftir frjóvgun. Þegar þeir eru fullopnir eru hreisturblöðkurnar hornrétt eða aftursveigðar frá miðju.

Ullarlúsin Adelges tsugae, var flutt til austur Bandaríkjanna frá Asíu 1924, ógnar fagurþöll, en hún er næm fyrir henni eins og kanadaþöll.

Fagurþöll er meir notuð sem skrauttré en til timburframleiðslu, ekki síst vegna þess hversu sjaldgæf hún er. Í görðum eru þær svipaðar, en fagurþöll er með stólparót, öfugt við yfirborðskenndar og ágengar rætur kanadaþallar. Það þýðir að runnar og aðrar plöntur þrífast betur undir fagurþöll.

 src= Barr, Rogów Arboretum, Pólland
licensa
cc-by-sa-3.0
drit d'autor
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visité la sorgiss
sit compagn
wikipedia IS