Runnamura (fræðiheiti: Dasiphora fruticosa eða Potentilla fruticosa) er harðgerður og vindþolinn runni af rósaætt. Runnamura er garðplanta sem hefur verið lengi í ræktun, hún líkist gullmuru.
Blöð eru stakfjöðruð og fingruð og eru 3-5-7 smáblöð saman. Blaðjaðrarnir eru heilir og blöðin hærð á neðra borði. Greinar eru fíngerðar, uppréttar og þéttar. Börkur flagnar af gömlum greinum. Blómlitur er gulur, hvítur eða rauðleitur. Runnamuru er fjölgað með sumargræðlingum.
Murur eru norðlægar tegundir og á Íslandi eru þær algengar um allt land. Fyrir utan runnamuru eru til dæmis gullmura, tágamura og engjarós en engjamura og skeljamura eru sjaldgæfari.
Runnamura (fræðiheiti: Dasiphora fruticosa eða Potentilla fruticosa) er harðgerður og vindþolinn runni af rósaætt. Runnamura er garðplanta sem hefur verið lengi í ræktun, hún líkist gullmuru.